Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 40
skálda. Þau eru ákveðnir andstæðingar fasisma og auð-
valds, sjá, að listin fær ekki lengur notið sín í borgara-
legu þjóðfélagi, vilja vera málsvarar verkalýðsins, en
liafa ekki áttað sig til fulls á aðferðum hinnar nýju
stefnu. I tölu þeirra eru ýms heimsfræg skáld, sem all-
ir kannast við, eins og t. d. Heinricli Mann, Lion Feucht-
wanger, útlagar úr Þýzkalandi og svarnir óvinir fas-
ismans, Aldous Huxley, Selma Lagerlöf, Sinclair Lewis,
Nobelsverðlaunaskáld Bandarikjanna, Tagore, einliver
mesti persónuleiki, sem uppi er, og tekið hefir skýra
afstöðu með Sovétríkjunum. Á alþjóðaþingi rithöfunda,
sem háð var í París í sumar til varnar menningunni,
komu fram mörg önnur slcáld, sem viðurkenndu, að
framtíð listar og menningar væri bundin verklýðsstétt-
inni. Nokkur virtust skilja til fulls bið þjóðfélagslega
hlutverk skáldanna, og eiga þvi þegar samleið með
skáldum hinnar nýju stefnu. Enski rithöfundurinn, John
Sirachey, sagði t. d.: „Ef við viljum leggja fram krafta
okkar til varnar menningunni, svo að gagni megi koma,
þá verðum við að skilja eðli kreppunnar, sem þjakar
auðvaldslöndin. Er til skýring á henni? Já, marxism-
inn gefur hana. Kapítalisminn er orðinn ósamrýman-
legur öllu menningarlífi. Hann er orðinn of fjarri allri
skynsemi til þess, að mannleg skynsemi geti átt þar
svigrúm.“ Norska skáldið, Arnulf Överland, stendur
mjög nærri hinni nýju bókmenntastefnu. Af skáldum
liér heima mætti nefna Davíð Stefúnsson. Hann vill í
rauninni fylgja alþýðunni og liefir ort henni meginið
af ljóðum sínum. En hann er svo háður hinum spill-
andi áhrifum borgaranna, að öll fylgd hans við alþýð-
una er liikandi og stefnulaus. Skáldið á þannig á hættu
að fyrirgera þeim þroska, sem náin tengsl við verk-
lýðshreyfinguna og marxismann geta ein veitt.
40