Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 43
anna stöðvar ekkert afl. f því felst töfrakraftur marx-
ismans, að hann gerir milljónafjöldann, hinn alþjóð-
lega verkalýð, að framkvæmdavaldi hinna dýrmætustu
hugsjóna, sem kynslóðirnar liafa öðlazt, um frelsi, jafn-
rétti og hræðralag allra manna, svo að starf verka-
mannsins, jafnvel liið einfaldasta, í þágu lífsbaráttunn-
ar, gneislar af krafti þeirra. Svo þrunginn hugsjón er
veruleiki liins nýja tíma. Og hann er ekki siður róman-
tiskur. Hvað er hetjudáð Dimitroffs? Hvað er Tsjelju-
skinleiðangurinn? Hvað eru öll hin ósegjanlegu afrek,
unnin i þágu nýbyggingarinnar eða stéttabaráttunnar?
Er það rómantik eða realismi? Skyldi verða greint þar
á milli? Þannig er veruleiki hins nýja tíma öllum forn-
kveðskap meiri. f samanburði við harmsögu- og fagn-
aðarefni hans eru tragödíur og hetjusagnir fortiðarinn-
ar eins og tilefnislausir ldutir. Nú er það sjálf velferð
mannkynsins, sem í veði er. Ég á ekki aðeins við hina
þyngstu harmleiki, eins og styrjaldir eða sigur fasism-
ans, lieldur líka örlög einstaklingsins, sem er ofsóttur
eða myrtur fyrir það, að leggja fram lif sitt og krafta
í þjónustu þeirrar hugsjónar, sem er mannkyninu til
bjargar. Útlagasögurnar okkar gömlu eru veikar og
áhrifalitlar í samanburði við harmsögu þeirra útlaga,
sem á okkar dögum um viða veröld fara huldu liöfði,
eltir af lögreglu og umsetnir við hvert fótmál. Þeir
mega ekki flýja til fjalla, ekki leita sér hælis i óhyggð-
um, ekki ræna sér mat, því að þeirra skylda, þeirra
fórn fyrir hugsjónina, er að starfa leynilega meðal fjöld-
ans. Þetta er liinn hversdagslegi harmleikur okkar tíma.
Og hvenær hefir slikur fögnuður lieyrzt í nokkrum óði
stórskáldanna eins og sigurbragur 1. maí í ríki verka-
lýðsins? Og þó er það sjálfur veruleikinn. Af slíkum
brunnum eys hin nýja hókmenntastefna. Inntak lienn-
ar eru afrek og fórnir, harmur og fögnuður þeirrar
hetjulegu baráttu, sem hið vinnandi mannkyn, tendrað
mýrri vitund, heyir fyrir lifi sínu og frelsi. Allur nátt-
43