Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 44
úrlegur ferskleiki, öll lífsþrá mannkynsins, streymir f
æðar hins nýja skáldskapar. Úr bókmenntum yfirstétt-
arinnar dregst allur safi burt. Þar eru liaustlitir á öllu.
Þær hugsjónir, sem eitt sinn voru, eru flognar burt, og;
rómantikin er ekki annað en gylling liræðslunnar við
návist dauðans, rómantik fasisma og hernaðar. Og veru-
leikinn má þar ekki birtast, því hann er dómurinn, sem
hún óttast. Þannig er tekið fyrir þroska hinna borgara-
legu bókmennta, en allt, sem þær áttu hezt, fellur til
hinnar nýju stefnu. Allt þetta leiðir í Ijós, að hinn sósíal-
istiski realismi, jafnframt því að vera sannur, felur
líka í sér idealisma og rómantik, í bezta skilningi þess-
ara hugtaka. Svo samvaxin sínum tima hefir aldrei
nein bókmenntastefna verið. En raunsæi hennar hefir
dýpri merkingu en áður. Það felur í sér algerlega nýj-
an skilning á hlutverki listarinnar. Hin nýja stefna
þekkir sín eigin samtengsl við veruleikann, veit um
mátt sinn og möguleika. Hún hefir skilið, að það er
glæpur að sitja aðgerðarlaus hjá, meðan baráttan um
örlög mannkynsins fer fram. í fyrsta skiiiti í sögunni
hefir listin eignazt markvísan, alþjóðlegan tilgang. Hún
sættir sig ekki lengur við að útskýra heiminn, heldur
vill hún vinna með að því að breyta honum. Skáld
hennar ganga fylktu liði til samstarfs við hinn alþjóð-
lega verkalýð. í hinu lífræna sambandi við veruleik-
ann, í hinum vitræna heimssögulega tilgangi sínum rís
hin nýja stefna svo voldug, að þær, sem á undan eru
gengnar, eru eins og veikar öldur í samanburði við
hana.
Efni og form.
Bæði að efni og formi geta skáldverk hinnar nýju
stefnu átt ótakmarkaða fjölbreytni. Yrkisaðferðir hins
sósíalistiska realisma, hið nýja viðhorf til allra hluta,
tengir þau í eina heild. Efnið getur jafnt verið valið
úr lífi verkamannsins eða horgarans, en atburðirnir íi
44