Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 45
lífi beggja eru sýndir í samræmi við hinn nýja skiln-
ing á gildi þeirra. Mynd verkamannsins og borgarans
verður því gerólík í þessum skáldskap og í verkum
hinna borgaralegu skálda. I bókmenntum borgarastétt-
arinnar hefir almennt verið litið á verkalýðinn sem
lægri manntegund og hann kemur þar aðallega fram til
uppfyllingar liinu borgaralega ideali, sem allur skáld-
skapurinn snýst um. Þannig er í öllum skáldverkum
hinnar klassisku og rómantísku stefnu, að ein eða tvær
persónur eru látnar bera þau uppi, án þess samband-
ið við umheiminn og f jöldann komi þar til greina. Fjöld-
inn er þar aðeins publikum. Með hinum sósíalistiska
realisma fær verkalýðurinn nýtt gildi, þar er hann afl-
vaki hlutanna. Verkamaðurinn, sem berst fyrir stétt
sína, verður hetja sagnanna. Eins kemst verklegt starf
i fyrsta sinn til fullrar virðingar. Ný efni streyma til
-skáldanna, raunveruleg efni, sem lífið sjálft ber upp í
fangið á þeim. Aftur á móti er skáldskapur borgar-
anna orðinn innihaldslaus, því að fulltrúar hans lifa
einangraðir og inniluktir. Það hafa jafnvel komið upp
heilir skólar, þar sem verið hefir metnaður skáldanna
að geta ort út af engu, eða þá aðeins um sitt eigið ve-
«æla sálarlíf. Hvergi mun þetta hafa gengið eins langt
og i Japan. Þar varð útfærsla naturalismans þannig,
að skáldin áttu að telja upp hver smáatriði, sem komu
fyrir þau þann og þann daginn. Allir bókatitlar byrj-
uðu með „ég“: „Ég fer skemmtigöngu með bróður mín-
um“, „Ég sendi blómsveig“, „Ég sé flugur“, „Ég svik
konu mína“ eða „Hversvegna ég var ekki við jarðar-
förina“. Sá meistarinn þótti beztur, sem lengst gat teygt
lopann út af engu. Við könnumst líka við margt í þessa
átt, t. d. að skáldin yrkja um hluti úr persónulegu lífi
•sinu, sem engum manni öðrum koma við, né aðrir geta
haft ánægju eða gagn af. Þó hinir stórfenglegustu at-
burðir væru að gerast allt í kring um skáldin, sátu
þau og dútluðu við hin hégómlegustu yrkisefni. Það
45