Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 46
gefur að skilja um skáld hinnar nýju stefnu, sem sjálf
lifa lífinu, skilið liafa átök stéttanna, vita, að barizt
er um líf og menning þjóðanna, eða kynnzt liafa sósíal-
ismanum i tign veruleikans, að þau sjá annað liggja
nær, sjá aðra nauðsyn meiri en yrkja um það, hvort þau
hafi persónulega séð flugur eitthvert kveldið eða hitt
aðra konu, en guð gaf þeim. Það eru aðrar staðreynd-
ir, sem þau túlka, einmitt staðreyndir, sem hin borg-
aralegu skáld flýja undan og eru að breiða yfir með
sínu blóma- og flugna-hjali. Egon Erwin Kisch sagði
á Alþjóðaþingi rithöfunda til varnar menningunni: „Áð-
ur en ég ferðaðist, fyrir þrem mánuðum síðan, til eyj-
unnar Ceylon, las ég sögur um fegurð hennar, eilifan
þyt frumskógarins og rómantik fornra liofa. En það,
sem ég komst að raun um, var þetta: Á þrem mán-
uðum höfðu 30 þús. börn dáið úr malaríu, 80% barn-
anna lifði við fæðuskort, hvítu mennirnir létu daglega
framkvæma líkamlegar refsingar. Hinir innfæddu lifa
á grösum og trjáblöðum. Þetta eru þær staðreyndir,
sem við verðum að túllca.“ Aðalefni verklýðsskáldanna
á þessum tímum hljóta að verða tekin úr stéttaharátt-
unni. Það eru þung og alvarleg efni, skáldin kysu þau
oft önnur, en þau eiga líka bjartar liliðar og dýpri
fögnuð en nokkru sinni getur falizt í hinum hégóm-
legu yrkisefnum borgaraskáldanna. Aftur á móti þar
sem nýbygging sósíalismans er komin vel á veg, og sig-
urbragur lians fyllir loftið, njóta sin liin léttari og glað-
ari efni, en starf mannsins, nýbyggingin sjálf, verður
þó aðalinntakið.
Hin nýju, margbreytilegu yrkisefni heimta nýtt form.
Hinn sósialistiski realismi felst ekki einungis í því, að
skáld hans koma auga á nýja atburði og nýjar persón-
ur, heldur móta þau allt á nýjan hátt. Um leið og all-
ur veruleiki lífsins hefir nýjan svip í augum þessara
skálda, hljóta myndir hans í list þeirra að verða nýjar.
Starf og hugsun og barátta verkamannsins hefir aðra
46