Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 47
hrynjandi, annað form, og mál lians er einnig annað
en borgarans. Hjá verklýðsskáldunum skapast hið nýja
form eðlilega, mótast og fullkomnast með þroska þeirra
í stéttabaráttunni, en þau hafa verið byrjendur i list-
inni, og það lilýtur allt af að taka nokkurn tíma, áður
en þau ná fullum tökum á máli og stíl. Fyrir hin horg-
aralegu skáld, sem ganga yfir til verklýðshreyfingar-
innar, er aftur á móti erfiðast að tileinka sér hin nýju
sjónarmið og losna undan álirifum hins gamla tíma,
sem áður mótaði list þeirra. Að formi til hera því skáld-
verk liinnar nýju stefnu þess allmikil merki, hvað ung
og ómótuð liún er. Á rithöfundaþinginu í Moskva 1934
var skáldunum fundið það til foráttu, að þeim tækist
elcki enn að móta hinn stórfenglega veruleika í nógu
listrænt form. Á sviði skáldskaparins liefði ekki enn þá
skapazt listaverk, sem sambærileg væru við stórvirk-
in á verklega sviðinu. Listin væri enn þá á eftir veru-
leikanum. Þetta má eflaust til sanns vegar færa. Hin
nýja stefna er líka aðeins að rísa. Að listagildi standa
mörg skáldverk liennar að baki þvi fullkomnasta, sem
horgaralega menningin hefir framleitt. En þó dregur
fljótt saman, þvi að þroski hinna nýju skálda er ákaf-
lega ör. Enda á hin nýja stefna alla möguleika til að
hefja veruleikann i veldi stórfenglegri og fjölskrúðugri
listar en þekkzt hefir áður. Þau skáldverk hennar, sem
þegar hafa mótazt i ýmsum löndum, sérstaklega Sovét-
rikjunum, sú glæsilega byrjun, getur gefið mönnum
nokkurt hugboð um, hve voldug hún muni verða.
Skáldverk.
Það er engin leið að geta hér um nema nokkur þau
helztu af skáldverkum hinnar nýju stefnu. Þar er úr
svo miklu að velja, að ýmsir geta saknað í þessu yfir-
liti merkra rita, sem þeim hefði fundizt ekki mega
vanta. En lijá því verður ekki komizt. Mikill megin-
47