Rauðir pennar - 07.12.1935, Qupperneq 49
ur aðallega fram stéttabaráltuna í sveitaþorpi, þar sem
sósíalisminn er að ryðja sér til rúms. Um sama efni,
baráttuna fyrir samyrkjubúskapnum, fjalla Neue Er-
de, eftir Gladkoff, og Neuland unterm Pflug, nýj-
asta skáldsaga Sjolokoffs. Nýbyggingunni i borgunum
og áhrifum hennar á þroskun fólksins lýsa sögur eins
og Energie, eftir Gladkoff, gerist í Dnjeprostroj, Der
zweite Tag, eftir Ehrenburg, gerist í Kusnezkstroj og
lýsir lífi Sovétæskunnar, Skutarevski, eftir Leonoff,
saga sem mikið hefir verið deilt um í Sovétríkjunum,
Der letzte Udehe, eftir Fadejeff, Die Triebachse, eft-
ir Ujenkoff, lch liebe, eftir hið unga skáld, Avdejenko,
verkamann i Magnitostroj. Miklar vinsældir liefir hlot-
ið leikritið, Mein Freund, eftir Pogodin, ungan höfund.
Þar er aðalpersónan lietja úr nýbyggingarstarfinu. Þá
eru einnig skáldverk út af sögulegum efnum. Þar er
fyrst að nefna hinar miklu skáldsögur Gorkis, Die Sache
der Artamonows og Iílim Samgin, sem lýsa hruni hins
gamla Rússlands og uppruna hins nýja ríkis verkalýðs-
ins. Þá eru sögur úr byltingunni, hinar frægustu, Die
Neunzehn, eftir Fadejeff, Der stille Don, eftir Sjolo-
koff og Tsjapajeff, eftir Furmanoff. Meðal hinna beztu
sögulegu skáldsagna er „Pétur I.“, eftir Alexej Tolstoj.
Ennfremur eru sögur af gamla rússneska flotanum,
m. a. Zusima, eftir Novikoff-Priboj. Gamanleikritið,
Der Blumenweg, eftir Katajeff, liæðir liinar gömlu lífs-
venjur og er ólgandi af fögnuði hins nýja lífs.
Utan Sovétríkjanna eru aðalefni hinna nýju skáld-
verka úr stéttabaráttunni i einbverri mynd hennar.
Ógrynni hefir verið ort út af heimsstyrjöldinni og til
andmæla slríði, en ekki nema nokkur hluti af þeim
verkum tilheyra liinni nýju stefnu, því að fæst þeirra
eru samin af skilningi á félagslegum orsökum styrj-
alda. Þetta gildir t. d. um liinar heimsfrægu sögur
Remarques, Tíðindalaust á Vesturvígstöðvunum og Vér
héldum heim, en samt hafa þær haft geysileg áhrif til
19