Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 51
valdsskipulagið. Með hinni nýju bólc sinni Dauðinn á
3. hæð liefir Halldór Stefánsson skipað sér í röð liinna
fremstu smásagnahöfunda verklýðslireyfingarinnar.
Algengt efni liins nýja skáldskapar eru verkföll. Af
einu verkfalli i Bandaríkjunum, i vefnaðarverksmiðju
í Gastonia, eru fimm skáldsögur, meðal þeirra Strike,
eftir Yorse og The Shadow Before, eftir Rollins. Frá
Japan er hin heimsfræga verkfallssaga, sem getið er
áður, Die Strasse ohne Sonne, eftir Tokunaga. Leikrit-
ið, On the whole Line, eftir japanska höfundinn Tom
Murajama, er ort út af verkfalli kinverskra járnhraut-
arverkamanna 1923. Leikritið er samið 1929, og sýning
þess i Tokio markaði tímamót í sögu byltingarsinnaðr-
ar leiklistar í Japan. Verkfall til mótmæla stríði er
efni ameríska leikritsins, Pease on Earth, eftir Maltz
og Sklar.
f baráttunni gegn þýzka fasismanum, einkum eftir
valdatöku hans, liefir skapazt kynnstur af ágætum
verkum. Þau eru flest eftir þýzk skáld, sem ýmist eru
útlagar eða húa við verstu kosti innan Þýzkalands og
hafa sum setið i fangelsum. Þó er líka mikið af þess-
um skáldskap eftir höfunda i öðrum löndum. Af sög-
um úr þýzku fangabúðunum eru merkastar, Die Priifung
eftir Bredel, Schutzháftling Nr. 880 eftir Karl Billinger,
Die Moorsoldaten1) eftir Wolfgang Langhoff. Yngstu
ljóðabækur þriggja beztu ljóðskálda Þýzkalands eru
algerlega helgaðar baráttunni móti fasismanum,
Deutschland eftir Becher, Lieder Gedichte Chöre eftir
Brecht og Es kommt der Tag eftir Weinert. Breclit er
ennfremur frægt leikritaskáld (höfundurinn að „Drei-
groschenoper“). 1 Spitzköpfe und Rundköpfe tætir
hann sundur í háði fræði fasismans um skiptingu manna
i aría og ekki aría. Mikla sigurför liefir farið um Ev-
1) Er að koma út í íslenzkri þýðingu með titlinum „Ár
í helvíti".
51