Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 54
hátt, heldur tóku þátt í þvi rithöfundar úr ýmsum lönd-
um, er viðstaddir voru byltingarafmælið. Flest voru það
borgaraleg skáld, með stórum nöfnum, en lítilli þekk-
ingu á verklýðsbaráttu eða liinum nýja tíma og bók-
menntastefnu hans. Þau voru um 30 alls, frá 11 löndum
utan Sovétríkjanna. Það var með naumindum á þing-
inu, að verklýðsskáldunum tókst að koma fram sínum
skilningi á hlutverki listarinnar. Samþykki fékkst um
það, að liver rithöfundur, sem væri reiðubúinn til að
heyja i skáldskap sínum baráttu móti fasisma, stríði og
hvítliðaofbeldi, skyldi hafa rétt til að gerast meðlimur
í Alþjóðasambandi byltingarsinnaðra ritliöfunda. Mið-
stjórn þess var falið að gangast fyrir, að stofnuð yrðu
félög á Rússlandi, Þýzkalandi, Frakklandi, Englandi og
víðar. Ennfremur var ákveðið að gefa út tímarit á rúss-
nesku. Ritari félagsins var kosinn Bela lllés, ungverska
byltingarskáldið.
Alþjóðaþingið í Kharkov 1930.
Á næstu árum efldist mjög alþjóðalireyfing hinna
byltingarsinnuðu rithöfunda. Deiklir úr Alþjóðasam-
bandinu voru stofnaðar í ýmsum löndum, og samein-
uðu þegar mikla krafta. Jafnframt þvi sem liinni nýju
stefnu óx stórkostlegt fylgi um allan heim, fékk hún
ákveðnara form og fyllra inntak. Þetta gilti fyrst og
fremst um bókmenntir Sovétríkjanna, en einnig i auð-
valdslöndunum, einkum þó á Þýzkalandi, höfðu verk-
lýðsbókmenntirnar þegar fullkomið bolmagn gegn hin-
um borgaralegu bókmenntum Byltingarsinnaðir rithöf-
undar liöfðu þegar tekið við forystunni i ýmsum lönd-
um. Kreppan var skollin yfir, linurnar liöfðu skerpzt
milli verkalýðs og auðvalds. Það var ekki orðið nema
um tvær leiðir að velja. Hrörnunarskeið kapítalismans
var upprunnið. Þá var kallað saman í Kharkov annað
alþjóðaþing byltingarsinnaðra rithöfunda. Þar voru
mættir fulltrúar frá 22 auðvaldsrikjum fyrir þúsundir
54