Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 55
skálda og rithöfunda, er skipað liöfðu sér til liðs við
verklýðshreyfinguna. Þingið stóð yfir í rúma viku, frá
6.—15. október. Það gat staðfest hina geysilegu efling
hinnar nýju bókmenntahreyfingar og hið sögulega lilut-
verk, er Alþjóðasamhandið hafði leyst af liendi á þrem
árum, að skipulagsbinda hin dreifðu byltingarsinnuðu
öfl í heimi bókmenntanna. ASalverkefni þingsins var að
finna traustan grundvöll til að starfa á fyrir öll skáld
verklýðshreyfingarinnar. Þýðingarmesta ályktun þess
var svarið við þeirri spurningu, hvort þróunarmöguleik-
ar væru fyrir verldýðsmenningu og bókmenntir í lönd-
um auðvaldsins fram til þess tíma, er verlcalýðurinn
tæki við völdunum. Þingið færði rök fyrir því, að svo
væri, enda þótt hin stjórnarfarslega kúgun borgarastétt-
arinnar hefði vitanlega jafnframt i för með sér menn-
ingarlega kúgun, og nauðsynleg skilyrði fyrir frjálsa og
máttuga þróun verklýðsmenningarinnar gætu fyrst skap-
azt með sigri verklýðsstéttarinnar. Þingið gat nú mark-
að skýrar en áður hina nýju bókmenntastefnu. Það gerði
sér ljóst, að einungis marxisminn, lífsskoðun hans og
starfsaðferðir, gæti gefið hókmenntunum það inntak,
þann skapandi mátt, er gerði þær að voldugu afli í þágu
hinnar byltingarsinnuðu umsköpunar heimsins, og hins-
vegar segði það til um, að live miklu leyti byltingarsinn-
aður rithöfundur væri orðinn listamaður verklýðsstétt-
arinnar, hversu vel honum hefði tekizt að skilja og til-
einka sér lífsviðhorf hennar: marxismann. Þingið lagðí
fram áætlun um framtíðarstarfsemi Alþjóðasambands-
ins, sem nú varð margfalt víðtælcari en áður. Samþylckt
var, að sambandið gæfi út tímarit, er héti Alþjóðlegar
bókmenntir, á 4 tungumálum; rússneslcu, þýzku, ensku
og frönsku. Það tímarit hefir síðan komið út, og flyt-
ur skáldskap og ritgerðir eftir frægustu skáld verklýðs-
hreyfingarinnar víðsvegar um heim. Af því tímariti
geta menn fengið eitthvert bezta yfirlit um hina nýju
bókmenntastefnu.
55