Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 56
Félög byltingarsinnaðra rithöfunda.
Eftir þingið í Iíharkov margefldist hin nýja skáld-
skaparstefna. Skáldin eignuðust dýpri skilning á hlut-
verki listarinnar, og allt starf þeirra varð skipulags-
bundnara og stefnufastara. Félög byltingarsinnaðra rit-
liöfunda voru stofnuð hvert af öðru víðsvegar um heim-
inn, og liin, sem fyrir voru, létu miklu meira til sín
taka en áður. Mest kvað að þessum félögum í Evrópu-
löndunum. Þroskasögu þeirra væri merkilegt að rekja,
en það yrði of langt mál. Ég kýs heldur að nefna tvö
dæmi utan Evrópu um vöxt hinnar nýju stefnu.
Fimmtánda marz 1928, kl. 5 að morgni, fékk lögregl-
an i Japan fyrirskipun um að taka fasta byltingar-
menn um allt landið. Nokkrum stundum síðar var til-
kynnt, að 1300 kommúnistar liafi verið handteknir og
uppreisn bæld niður í landinu. Sigurgleðin yfir þess-
um afrekum liélzt í 9 daga. Á 10. degi, 25. marz, var
stofnað samband puro-skáldanna (leynisamband bylt-
ingarsinnaðra skálda), og samtímis dreift út flugritum,
sem fengu lögreglunni nóg að starfa. Siðan gáfu puro-
skáldin út hvert tímaritið af öðru, því að jafnóðum
og eitt var gert upptækt, komu mörg í staðinn. Puro-
hreyfingin efldist óðfluga. Og eftir þing, sem fnlltrúar
hennar héldu 1931, spruttu upp hundruð deilda innan
sambandsins víðsvegar um Japan, og tímarit og bækur
þessarar lireyfingar náðu til meiri hluta alls lesenda-
hóps í Japan, en upplag af ritum hinnar gömlu borgara-
legu skáldskaparstefnu féll gífurlega og gamla skáld-
meistarafélagið leystist upp, svo að borgaralegum gagn-
rýnendum í Japan þótti Iiorfa til eyðingar bókmennt-
anna.
Fram að kreppunni örlaði naumast á byltingarsinn-
uðum skáldskap í Bandaríkjunum. 1929 var fyrsti John-
Reed-klúbburinn stofnaður. En 1933 voru þeir orðnir
35, og bundust þá í samband. Fyrst var New Masses
eina byltingarsinnaða tímaritið. Á fjórum árurn fjölg-
56