Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 58
erlendis frá. Þingið stóð yfir í þrjár vikur, og lýsti
ósegjanlegum áhuga á að ráða fram úr vandamálum
lífs og listar. Hinum mikilvægu störfum þess er hverj-
um manni nauðsynlegt að kynnast, sem eignast vill
skilning á afrekum og hlutverki hinnar nýju stefnu.1)
Enginn kostur er að skýra frá þeim hér. Eg vil aðeins
benda á eitt atriði í sambandi við þingið: allan tím-
ann, sem það stóð yfir, hélt það vakandi athygli alls
verkalýðs i Sovétríkjunum, milljónirnar fylgdust með
störfum þess og ræddu viðfangsefni þess. Rithöfund-
arnir á þinginu voru ekki einangraðir fulltrúar menn-
ingarinnar, heldur áttu þeir hljómgrunn hjá fjöldan-
um, bókmenntirnar voru málefni alþjóðar, en ekki
fárra útvaldra. Þessi staðreynd hafði djúptækust álirif
á hina erlendu fulltrúa. Rithöfundaþingið í Moslcva
1934 var ekki einungis lýsandi dæmi um alvarlega við-
leitni sovétskáldanna til sameiginlegrar slcöpunar nýrr-
ar listar, heldur máttug sönnun þess, að verklýðsstéttin
hefði þegar tekið við menningarforystunni í heiminum^
Alþjóðaþing til vamar menningunni í París 1935.
Hin voldugu álirif rithöfundaþingsins í Moskva komu
þegar í ljós. Um allan heim óx máttur hinnar nýju
bókmenntastefnu. Allar línur urðu skýrari en áður>
Mörg skáld og menntamenn, er áður stóðu hikandi, voru
ekki lengur í neinum vafa, hvorum megin þeir áttu
að skipa sér. Vorið 1935 var kallað saman þing bylt-
ingarsinnaðra rithöfunda Bandarílcjanna, liið fyrsta f
röðinni. Skömmu síðar, sumarið 1935, var háð í París-
alþjóðþing skálda og menntamenna „til varnar menn-
ingunni“. Það þing er sérstaklega merkilegt að því leyti*
að ásamt hinum byltingarsinnuðu skáldum sóttu það
margir heimsfrægir fulltrúar hinnar borgaralegu menn-
1) Helztu ræðurnar frá þinginu eru birtar í Problems of Sovjet
Literature, Moskva 1935.
58