Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 59
ingar, rithöfundar, sem ekki varð um deilt, að einna
mest höfðu lagt til menningarinnar hver í sínu landi.
Og það verður samhljóða ályktun þessa þings, að fasismi
og auðvald tákni hrun allrar menningar, að borgara-
stéttin sé ekki lengur fær um að bera hana uppi, að
verklýðsstéttin sé arftaki hennar, og að menningin sé
i hættu stödd, ef öll frjálslynd skáld skipi sér ekki í
eina fylkingu og myndi alþjóðlegan félagsskap til varn-
ar menningunni. Þessi félagsskapur var stofnaður á
þinginu. Miðstjórn hans skipa t. d. Tliomas Mann, Al-
dous Huxley, Selma Lagerlöf, Sinclair Lewis við hlið
byltingarsinnuðu skáldanna, Gides, Malraux o. fl.
j
Yfirlit.
Á örfáum árum er svo langt komið þróun hinnar
nýju stefnu, að hún er orðin að voldugri alþjóðlegri
hreyfingu. Skáld hennar hafa stofnað með sér alþjóð-
legt samband með félögum í flestum löndum. Engin
dæmi þekkjast úr sögunni um jafn öran vöxt nokk-
urrar bókmenntastefnu. Undir merki hennar fylkja sér
öll verklýðsskáld og mikill fjöldi hinna frægustu borg-
aralegu ritliöfunda. Hún eflist með vaxandi hraða, þrátt
fyrir hin ægilegustu skilyrði, sem skáld hennar eiga
við að búa í ýmsum löndum. Framrás hennar er ó-
stöðvandi. Hin byltingarsinnaða verklýðshreyfing, frels-
isþrá milljónanna, er það afl, sem knýr hana fram og
tryggir henni alþjóðlegan sigur. Með vaxandi eigin
mætti dregur hin nýja stefna til sín allan kjarna liinna
borgaralegu skálda. Þannig missir borgarastéttin sína
beztu fulltrúa til liðs við verkalýðinn, og hinum
nýju skáldum, sem hún reynir að lokka til sín, ekki
af neinum bókmenntalegum áhuga, heldur til að
slíta ekki að fullu tengsl vanans, getur liún ekki veitt
nein þroskaskilyrði lengur. Þau ung skáld, sem enn
hugsa sér horgaralegan frama, geta að vísu auðveld-
59