Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 62
tökufiskinn á heimareitunum og eyrarvinnuna. Sakir
úrvals þessara athafna þekktist þá ekki atvinnulevsi
nútímans og lífslcröfurnar teygðu sig ekki út yfir litinn
bæ, fábreyttan en mikinn mat og haldgóð klæði, sem
ekki voru háð fjöllyndi tízkunnar. Hinir opinberu skatt-
ar og tollar voru að vísu þá, sem alltaf, féndur mann-
anna, óskiljanlegur faraldur, sem enginn vissi hvaðan
kom eða hvert fór, en þeir lögðust ekki eins þungt á
þessa innfæddu, seigu kynslóð, eins og þeir gera á að-
flutt fólk og nútímamenn þessarar borgar, eða að
minnsta kosti finnast oss alltaf liðnar þrengingar ekki
eins hörmulegar og yfirstandandi kreppa.
í einum af þessum litlu bæjum, vestur undir sjó, með
lágum veggjum úr liöggnu grjóti, tjörguðu þaki og sín-
um glugganum á hvorum hinna gulmáluðu stafna, litlu
forskyggni við vesturvegginn, kálgarðsliolu fyrir aust-
an og stóran fiskireit, blessaði Jón Jónsson i fyrsta
skipti ljós þessa heims með hárri hrinu framan i ljós-
móður sína. Frá þessum lilla bæ lagði hann leið sína
út i lífið, út á hafið á árabátnum, niður á eyrina i
kola- og saltvinnu, út í mannlífið til þátttöku og lifs-
reynslu.
Og leið lians liggur yfir rigningardaga og sólskins-
daga, gegnum sumarhlíðu og vetrarhörku, í annríki
æskunnar, full af ótrúlegustu æfintýrum til sjós og
lands, skiptandi milli erfiðrar vinnu og ærslafullra
leikja, milli sjávarháska í fiskiróðrum með fullorðn-
um karlmönnum og sjóorusta við drengina, sem liöfðu
hátana til umráða á sunnudögum. Glampandi af hreysti
unglingsins og áhyggjuleysi hans andspænis dýrtíð, at-
vinnuleysi og öðrum þjóðfélagsfyrirbrigðum. Og á sin-
um tima gerir ástin sínar kröfur í búið, hikandi og
heimtandi í senn.
Björg var frá öðrum bæ, með samskonar sniði, sams-
konar menningararfi og samskonar framtíðarhorfur.
Þau höfðu verið leiksystkin fram til fermingaraldurs,
62