Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 63
með sömu áhugamál og leikefni. Svo kom timabil, sem
þau hurfu hvort frá öðru, eins og tveir bátar, sem verða
sundurskila á siglingu, án þess að þau skynjuðu rökin
fyrir því. Þau sáust að vísu daglega, en var ómögu-
legt að tala saman eða finna upp á nokkru, sem hafði
athygli þeirra beggja. Bernskuleikir þeirra voru útrætt
mál. Hann var farinn að taka í nefið og hún gekk með
stallsystrum sínum niður í miðbæinn á kvöldin og mætti
búðarmönnum og bankariturum með hvitt hálslin og
sigurvisst bros á nýrökuðum vöngum. Hana dreymdi æf-
intýri á nóttunni og lifði þau á daginn yfir fiskbreiðslu
og heimilisverkum. Hann var með liugann allan við
fiskiróðra og ýmislegt brall. En stundum stanzaði hann
í miðju verki, rétti úr sér og bölvaði, eins og maður,
sem hefir gleymt einhverju. Hann horfir hugsandi út
í loftið, en getur ómögulega munað hvað það er, og sízt
af öllu datt honum í liug, að það væri Björg.
En svo var það einn morgun, að hann sá Björgu vera
að breiða fisk í sólskininu, mjallhvit skýlan á höfði
hennar flögraði i dúnmjúkum blænum eins og geisli,
sem leitar að smugu á vegg. Og handtök hennar við
fiskbreiðsluna voru veifandi, eins og hún væri að kalla
á ósýnilegan unnusta.
Þann morgun skildi hann, að hún liafði alltaf verið
þarna og að það var hún, sem hann hafði gleymt.
Þann morgun leit hún framan i liann og glettnin í
augum hennar spurði: Gat ég ekki falið mig lengi?
Og: það varst þú, sem ég var að leita að i hverjum
búðarmanni og bankaritara. Og öll æfintýrin, sem mig
dreymdi, það varst þú — þú!
Og þann dag var sett sterk stálfjöður innan í brjóst-
ið á honum, sem þandi það sundur. Og hann hrópaði,
svo hátt, að enginn heyrði það: Björg!
Og það kvöld settist hann við hliðina á Björgu á gaml-
an bát, sem hvolfdi undir naustsveggnum og var fyrir
löngu hættur í kapphlaupinu um þorskinn út á Svið,
63