Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 64
en safnaði smásögum um elskendur og heilsaði þeim
með hljóðlegu marri í hvert sinn, sem þeir settust á
hann.
Þau þögðu bæði, og hann var ákaflega þyrstur. Send-
lingarnir flugu fram hjá þeim i kvöldsólinni, eins og
blik í spegilfögru hnífsblaði. Hann tók upp tóbakspont-
una, en stakk henni niður aftur, án þess að taka í nefið.
Þá hló hún heitan hlátur og varð hrekkjaleg í augna-
krókunum.
Ertu hættur að taka í nefið? spurði hún.
Hann hló lika og sagði nei, tók aftur upp pontuna
og stútaði sig svo tárin komu fram í augun. Hún tók
af honum pontuna, þefaði af tóbakinu, sagði svei og
lézt ætla að hella úr henni. Þá greip hann um hendur
hennar, heitar og fjaðurmagnaðar; svo flugust þau á
um pontuna; og hann varð að taka utan um Björgu til
þess að ná af henni pontunni; en þá varð hún hljóð
og liætti. Svartur kjói gólaði aðvarandi, en andvaraleysi
þeirra var svo fullkomið, að þau kysstust.
Árin líða og borgin vex. Litlu bæirnir með lágu stein-
veggjunum í Yesturbænum hverfa inn á milli stórra
húsa eða er rutt úr vegi fyrir steinlögðum götum; það
þarf að leita vandlega að þeim, til að finna þá nú, og
íbúar þeirra hverfa í mannhafið og taka upp atvinnu
fjöldans, týna séreinkennum sinum og gleymast. Þó kem-
ur stundum fyrir smávægilegt atvik í borginni, smá-
klausa í blaði eða stutt útvarpsfrétt, sem minnir oss á
þessa fornu þjóð i Yesturbænum eitt augnablik, eins
og þegar maður lítur á klukku og kemur á óvart, live
framorðið er. Svo liður augnablikið og örlög einstak-
lingsins hverfa úr vitund manns, eins og léleg stólræða
eftir andlausan prest.
Jón Jónsson vex líka með borginni; hann liefir marg-
faldazt eins og hún; fjóra litla Jóna Jónssyni hefir Björg
fært honum smátt og smátt, og Jón Jónsson hefir þannig
64