Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 65
lagt sinn skerf til vaxtar borginni, og einnig með því
að hjálpa til við húsbyggingar og götulagningar. Og litla
bæinn sinn varð hann að brjóta niður að grunni, til þess
að hægt væri að leggja beina götu um hina sívaxandi
borg. Eftir það fluttist hann í kjallaraíbúð og varð
að borga húsaleigu. Bátinn sinn seldi hann, svo togar-
arnir gætu haft nóg að fiska, og svo fór hann á einn
togarann og hjálpaði til að fiska, þvi mennirnir eiga að
hjálpa hvorir öðrum og Jón Jónsson var, sem sagt, hjálp-
samur maður, og horfði ekki í það að hjálpa til að
stækka og auðga sina fæðingarborg. Og hann hjálpaði til
með peninga líka, því hann lagði sex hundruð krónur,
sem hann hafði fengið fyrir bæinn sinn, þegar hann var
rifinn, inn í einn hanka borgarinnar, svo bankinn gæti
lánað þær þeim, sem þurftu þeirra við til að kaupa
togara og byggja hús. Jón Jónsson átti að fá þær aft-
ur, og þar að auki vexti af þeim, þvi hjálpin á að vera
gagnkvæm, eins og allir vita. Borgin vill að sér sé hjálp-
að, en svo hjálpar hún aftur þegar mönnum liggur mest
á i atvinnuleysi og veikindum (áttatíu aurar á dag,
veskú). En Jón Jónsson fékk nú samt ekki aftur þess-
ar sex hundruð krónur, þvi bankinn varð fyrir því
óláni, að verða uppnefndur — kallaður nýju nafni —
°S gat þar af leiðandi ekki borgað það, sem lagt var
inn í banka með allt öðru nafni. En Jón Jónsson skildi
vel, að svona óhöpp voru óviðráðanleg, og herti sig þvi
hara að hjálpa borginni sinni að vaxa. Hann gaf henni
meira að segja fimmta soninn i viðbót.
En ekkert dugði; vaxtarverkur horgarinnar jókst allt-
af og heimtaði meira og meira af sínum mönnum. Þeir
urðu að vinna baki hrotnu til þess að geta greitt toll-
ana og skattana, sem enginn vissi hvert fóru. En þeir
fóru í raun og veru til nokkurra manna, sem áttu horg-
ina, húsin við göturnar og togarana á sjónum og lögin,
sem vernda eignaréttinn. En eignaréttur er ákaflega
flókið orð, sem menn eins og Jón Jónsson skilja ekki,
65