Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 66
en verða bara að borga fyrir að sé til í málinu. Og menn-
irnir, sem eiga húsin og togarana, hafa lika eignarétt
á þessum fimm strákhnokkum, sem Jón Jónsson hafði
lagt borginni til. En þeim datt ekki í hug að taka við
þeim í svona ásigkomulagi, stuttum, skitugum og sár-
svöngum. Nei, þeir vildu liafa, að Jón Jónsson sæi um
að þeir yxu, eins og borgin sjálf, og neituðu hlákalt
að taka við þeim, fyrr en þeir væru orðnir skattbærir
menn.
Út af þessu var Björg orðin stygglynd og hætt að vera
hrekkjaleg í augnakrókunum, en sagði við Jón Jónsson
á ófínu máli, sem ekkert minnti á rómantíkina frá
gamla hátnum, sem marraði i, þegar elskendur settust
á liann:
Það þarf meira fyrir framan liendurnar en það, sem
ég fæ lijá þér, handa þessum óseðjandi strákahóp, og
ég hefi ekki við, að staga tuskurnar þeirra.
En Jón Jónsson svaraði með sínu alkunna góðlyndi:
Það rætist úr þessu, þegar stúfarnir litlu geta farið
að vinna fyrir sér.
Svo tók liann upp pontuna sína, en stakk lienni nið-
ur aftur, ekki af því, eins og forðum á gamla bátnum,
sem safnaði smásögum um elskendur, að hann vildi ekki
láta Björgu sjá, að hann tæki i nefið, heldur af því, að
það var ekkert í pontunni.
O, jæja, sagði Jón Jónsson, hann Jónas minn lánar
mér korn upp á sama seinna.
Því Jón Jónsson átti alltaf góðkunningja, sem hjálp-
uðu honum i hili upp á sama seinna. Emia var hann
búinn að hjálpa þeim oft áður, eins og hann hjálpaði
borginni sinni og mönnunum með eignaréttinn.
Hann þekkti svo marga í þessari borg, sem alltaf var
að vaxa, meira að segja suma höfðingjana. Hann gat
jafnvel gert þeim greiða líka, hann var svo sporvilj-
ugur. Það kom fyrir, að hann skrapp fyrir þá úl í skip.
Þá þökkuðu þeir honum fyrir og þúuðu hann. Sumir
66