Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 67
þessara höfðingja voru gamlir leikbræður lians frá sjó-
orustutimabili Vesturbæjarins. Þeir höfðu bara vaxið
svo miklu meira en hann, því þeir liöfðu slegið sér á
eignaréltinn. En þeir gátu ekki farið út í skip, og þá
varð hann að lijálpa þeim, þvi hann þekkti alla bryt-
ana. En hann taldi það ekki eftir, því hann vissi, að
þeir mundu hjálpa honum seinna, þar sem þeir liöfðu
eignaréttinn og lögin.
Og borgin heldur áfram að vaxa, og nú er það ekki
einungis Jón Jónsson og lians líkar liér, sem hjálpa
henni. Nú eru það óteljandi Jónar Jónssynir í öðrum
löndum, sem fara í sjóorustur og landorustur og loft-
orustur, drepa hvorir aðra i miljónatali og eyðileggja
allt, sem þeir mögulega geta, til þess að allar horgir
heimsins skuli vaxa og auðæfin aukast. Og mennirnir
með eignaréttinn í þessari borg skilja, að þetta er lika
gert fyrir þeirra borg. Þeir segja: Hér er fiskur. Hér
er lýsi. Hér er síld. Og svo fylla þeir út skjöl og senda
skeyti til Útlandsins.
Allt i lagi, hér eru peningar, segir Útlendingurinm
Og borgin vex.
En þegar mennirnir i Útlandinu eru orðnir leiðir á
að berjast, og dysir þeirra, sem féllu fyrir föðurlandið,
eru orðnar vallgrónar, fá mennirnir með eignaréttinn
ekki lengur peninga frá Útlandinu, þótt þeir fylli út
skjöl og sendi hvert skeytið á fætur öðru viðvikjandi
fiski, kjöti, lýsi og síld.
Allt i ólagi, svarar Útlendingurinn. Hér liafið þið
Kreppu — veskú.
Og mennirnir með eignaréttinn verða að taka við
þessu hræðilega orði, sem litur út eins og gaddavírs-
flækja, en þeir liugsa með sér: Hvern fjandann eigum
við að gera með Kreppu? Og svo lienda þeir henni í
alla sína Jóna Jónssyni og segja: Veskú, þarna hafið
þið Kreppu og — atvinnuleysi. Við höfum nóg, við höf-
um okkar eignarétt og — lögin.
ö7