Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 68
Og þar af leiðandi verður Jón Jónsson atvinnulaus
og Björg verður ennþá gremjulegri og óhæverskari i orð-
um. Það er ekki snefill eftir af livíta skýluklútnum henn-
ar, sem flögraði eitt sinn eins og geisli, og hún er al-
veg hætt öllum veifandi handtökum, eins og liún væri
að kalla á ósýnilegan unnusta.
Hvernig í andskotanum á ég að staga í þessar drusl-
ur lengur? segir hún og heldur upp að augunum á Jóni
Jónssyni, einhverju, sem mjög getspakur maður hefði
getað gizkað á, að einhverntíma hefði verið strákahuxur.
Eða:
Er það meiningin, að við eigum að svelta? Geturðu
ekki fengið eitthvað hjá helvítis bænum? Hún kallar
borgina bara bæ, rétt eins og hún hefði ekki vaxið og
væri enn eins og gamall bær, með lágum steinveggj-
um vestur undir sjó, frá þeim tímum, sem Björg breiddi
þar fisk og kyssti í fyrsta skipti Jón Jónsson, núver-
andi eiginmann sinn og fimm barna föður i kjailara-
íbúð.
En Jón Jónsson er alltaf vongóður og heldur að þetta
muni lagast, þegar drengirnir geta farið að vinna fyr-
ir sér.
Ætli þeir verði ekki atvinnulausir, eins og þú?
Beiskja hennar og virðingarleysi er alveg takmarka-
laust, eins og hún hefði aldrei setið á gömlum hát, sem
marraði í og horft glettnislega framan i Jón Jónsson.
Jón Jónsson vill ekki vera að munnliöggvast við þraut-
pínda konu, en hann skilur, að það er engin ástæða
til að örvænta fyrir mann, sem hefir tekið þátt i vexti
borgarinnar, þó Útlendingurinn sendi oklcur sendingu
eins og Iíreppuna.
Svo fer hann með allt sitt hyski í Mötuneyti safnað-
anna, og þar fyllir það sína tómu maga á súpu og fiski,
og Jón Jónsson á þar líka kunningja, og er gamansam-
ur og léttúðugur gagnvart Kreppunni.
Þetta lagast, segir hann, þegar menn örvænta og vita
68