Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 69
ekki hvar þetta lendir. Og það má vel éta þetta, segir
hann, þegar Björg fussar yfir úldnum fiski.
Og Jón Jónsson fer i Vetrarhjálpina og fær þar pen-
inga, og einstaka sinnum fær hann vinnu.
O, þetta skal nokk ganga.
Og hann hittir kunningja sína með eignaréttinn og
spyr þá, hvort hann eigi ekki að skreppa fyrir þá út i
skip. En þeir halda, að liann sé vitlaus; núna, þegar
þeir þurfa ekki annað en hringja i síma 4101.
En Kreppan heldur áfram, þetta gaddavirskennda orð
flækist alltaf meira og meira, þrátt fyrir fjögra ára á-
ætlun og skipulagningu atvinnuveganna. Jón Jónsson
verður að flytja úr kjallaraíhúðinni í aðra kjallaraíbúð,
sem er ennþá minni. Og þá kemur honum það snjall-
ræði i liug, að farga strákunum sínum. Og hann gerir
það. Upp í Borgarfjörð með einn. Suður í Hafnarfjörð
með annan. Sá þriðji kemst alla leið norður í land og
fjórði er sendisveinn i Reykjavík. Fleiri eru þeir ekki,
því einn dó úr kíklióstanum. Sko, svona ráðstafanir
létta á heimilinu, og svo þegar hann þar að auki hið-
ur um af bænum. En það heppnaðist raunar ekki, þvi
útkoman af skjölum þeim, sem fyllt voru út við það
tækifæri, sannaði, að liann þurfti þess ekki. — Svo fékk
liann atvinnubótavinnu. — Þarna sjáið þið. En hún stóð
reyndar ekki nema í hálfan mánuð.
Hann fór aldrei i síld. Það var kannski yfirsjón. En
liann varð frægur fyrir annað, en að verða fluttur heim
að norðan án þess að borga fargjald, samkvæmt fyrir-
mælum atvinnumálaráðherrans. Hans frægð heyrir und-
ir annað ráðuneyti — dómsmálaráðuneytið.
Láttu sjá og skrepptu með þetta fyrir mig, sagði kunn-
ingi lians við hann og stakk að honum landaflösku. Ég
veit þú ert svo sporviljugur.
Og Jón Jónsson var sporviljugur og hafði oft skroppið
með flösku. En hann varaði sig ekki á þvi, að menn-
69