Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 70
irnir með eignaréttin beittu lögum sínum af talsverðri
ákveðni á þessum krepputímum, bæði gegn atvinnulaus-
um mönnum, sem gerðu sér ýmsan ósóma að atvinnu,
svo sem brugg, og atvinnulausum mönnum, sem gerðu
hávaða og heimtuðu hitt og þetta. Hvorugum þessum
flokki tilheyrði Jón Jónsson, þó hann væri svo óhepp-
inn, að rekast á lögregluþjón á leiðinni, sem vildi vita
hvað væri í flöskunni, sem liann sá hjá honum.
En Jón Jónsson var vanur ýmsum æfintýrum frá æsku-
árunum í Vesturbænum, og vildi ekki láta veiða sig
svona. Hann henti flöskunni í grjótið, svo hún brotn-
aði, og sagði:
Gettu.
En lögregluþjónninn var enginn amlóði. Hann tók
upp eitt flöskubrotið, þefaði af því og lagði það fyrir
dómarann, sem kallaði það corpus delicti. Síðan var
Jón Jónsson settur í Steininn.
Dómarinn vildi fá Jón Jónsson til að viðurkenna, að
hann liefði bruggað landann, sem var á flöskunni, eða
að minnsta kosti játa, að hann hefði selt hann. En Jón
Jónsson vissi, livernig á að leika æfintýri og lét ekki
mokka sig. Þá vildi dómarinn fá að vita, hvar liann
hefði fengið flöskuna, en það datt Jóni Jónssyni ekki
í hug; hann hafði aldrei verið nein sögusmetta.
En dómarinn var samvizkusamur maður og vildi beita
Iögunum fyrir þá, sem áttu þau og höfðu falið honum
að gera það. Hann tók því að spyrja .Tón .Tónsson, á
hverju hann lifði, og ætlaði með klókindum að sanna,
að hann bruggaði eða seldi brugg.
Ég kom drengjunum mínum fyrir, svaraði .Tón Jónsson.
Dómarinn átti sjálfur börn, og hafði sent þau í sveit
á sumrum, en hann vissi, að menn lifðu ekki á því.
Eruð þér ekki atvinnulaus? spurði liann.
Jú, svaraði Jón .Tónsson og hélt að dómarinn ætlaði
að fara að bjóða sér atvinnu.
Þarna sjáið þér, eitthvað þurfið þér til að lifa af.
70