Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 72
JAROSLAV HASEK
ÆFINTÝRI HINS GÓÐA DÁTA, SCHWEJKS,
í HEIMSSTYRJÖLDINNI.
Bókin um æfintýri Schwejks í heimsstyrjöldinni er einhver
hin merkilegasta striðsbók, sem út hefir komið, enda hcfir hún
verið þýdd á flest menningarmál heimsins. Höfundurinn, Jaros-
lav Hasek, var tékkneskur og dó 1923, tæpra fjörutíu ára að
aldri. Hann valdi sér ekki þetta mikilfenglega efni, til þess að
sýna snilli sína sem rithöfundur. Markmið hans var allt annað;
hann meira að segja fyrirleit bókmenntir, en hann varð að skrifa
þessa bók, af því hann hataði þau mögn, sem hrundu mann-
kyninu út í djöfulæði stríðsins og hann varð að hrópa það inn
í eyru þeirra, sem lifðu af þennan vitfirrta hildarleik, og þeirra,
sem enn ekki var búið að reka til þátttöku í honum. Með vægð-
arlausu háði tætir hann hina skrautlegu einkennisbúninga utan
af hershöfðingjum og keisurum, sviftir grímunni af hræsnandi
stjórnmálamönnum og gírugum kapítulistum, mylur hina föls-
uðu gyllingu kirkjunnar mélinu smærra og dregur allan þennan
strípaða hégóma til reikningsskapar fram fyrir augu almennings,
sem hann lifir á að blekkja. Og hann gerir það ekki með fánýtu
málskrúði, sem ætlað er þjálfuðum bókmenntaeyrum eða stemmn-
ingum, sem hafa þann tilgang að striðsbölvunin hljómi eins og
sorgarsymfónía, sem mönnum er óviðkomandi, en þeir njóta
vegna listar samræmisins. Hann talar eins og lífið sjálft, sem
er miskunnarlaust í baráttu sinni og hlægilegt í fordild sinni.
Hann er sannleikselskandi og hræsni verður ekki fundin i hans
munni. Þegar hermennirnir brúka ókvæðisorð, setur hann ekki
punkta á pappírinn eða grískt letur í stað þeirra, þvi hann hefir
andstyggð á þeim mönnum, sem ekki þola að heyra hlutina
72