Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 75
getið reitt yður á það, frú Múller, að Zarinn og Zar-
ynjan sleppa heldur ekki, og kannski, þó forði oss guð
frá því, ekki einu sinni keisarinn okkar, fyrst þeir fóru
nú svona með liann frænda lians. Hann á marga óvini,
gamli maðurinn, ennþá fleiri en Ferdinand átti. Eins
og maður nokkur sagði nýlega á knæpunni, að sá tími
mundi koma, að keisararnir mundu gufa upp, svo sjálf-
ur ríkisrétturinn gæti ekki stoppað það. Svo gat þessi
náungi ekki borgað það, sem liann hafði drukkið, svo
veitingamaðurinn varð að láta taka hann fastan. En
áður gaf hann veitingamanninum einn á hann og lög-
regluþjóninum tvo; síðan settu þeir hann í svartholið,
svo hann gæti jafnað sig. Já, frú Múller, það skeður
margt á vorum dögum. Þetta er nýtt tap fyrir Austur-
ríki. Meðan ég var í herþjónustunni skaut fótgönguliði
höfuðsmann. Hann hlóð byssu sína og fór inn á skrif-
stofuna; honum var skipað að fara þaðan út, en liann
lét sig ekki og sagðist verða að fá að tala við höfuðs-
manninn. Höfuðsmaðurinn kom fram og dæmdi liann
óðar í varðhald, en hinn skaut hann um leið beint i
hjartað. Kúlan fór í gegnum höfuðsmanninn, út um
bakið og gerði meiri usla á skrifstofunni, hún mölvaði
blekflösku, svo hlekið eyðilagði mörg embættisskjöl.
Og hvað var gert við hermanninn? spurði frú Múller
-eftir nokkra umhugsun, meðan Schwejk hélt áfram að
klæða sig.
Hann hengdi sig í axlaböndunum, sagði Schwejlc og
burstaði harða liattinn sinn. Og það sem verst var, hann
átti þau ekki sjálfur, heldur hafði fengið þau að láni
bjá fangaverðinum, af því buxurnar tolldu ekki uppi um
bann. Átti hann að vera að bíða eftir því að verða
skotinn? Það vitið þér, frú Múller, að undir svona kring-
umstæðum snýst allt í hausnum á manni eins og myllu-
bjól. Fangavörðinn settu þeir af embættinu og dæmdu
hann í sex mánaða fangelsi, en hann sat þá ekki af
sér, heldur strauk til Sviss og er þar prestur fyrir ein-
75