Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 76
hverjum söfnuði. Nú á dögum er ekki mikið til af heið-
arlegum mönnum, frú Miiller. Ég er aldeilis viss um
það, að Ferdínand erkihertoga hefir ekki grunað mann-
inn í Sarajevo, sem skaut hann. Hann hefir séð fínan
mann og hugsað með sér: Þetta er auðvitað heiðar-
legur maður, sem ætlar að hrópa liúrra fyrir mér; og
svo hefir hinn brennt af á hann. Skaut hann oftar en
einu sinni?
I blöðunum slendur, lierra Scliwejk, að erkihertog-
inn hafi litið út eins og sía. Hann skaut öllum kúlun-
um á hann.
Já, það gengur fljótt fyrir sér, frú Muller, liræðilega
fljótt. Ég mundi í þessu tilfelli liafa keypt mér Brown-
ing. Hann lítur út eins og leikspil, en á tveimur mín-
útum er liægt að skjóta með honum tuttugu erkilier-
toga, magra eða feita. Og yður að segja, frú Múller, er
betra að hitta feitan erkihertoga en magran. Munið þér
eftir þegar kóngurinn í Portúgal var skotinn liérna um
árið; hann var ákaflega digur. Nú, auðvitað skiljið þér,.
að kóngar eru ekki magrir. Jæja, ég er farinn út á
knæpuna „Bikarinn“, og ef einhver kemur að sækja
rottuhundinn, sem ég fékk greiddan fyrirfram, þá seg-
ið þér honum, að hann sé uppi í sveit á hundatamn-
ingahæli mínu, að ég hafi fyrir stuttu sniðið til á hon-
um eyrun og það sé ekki hægt að flytja hann hingað
meðan þau séu ekki gróin, því hann geti ofkælzt. Lyk-
ilinn skiljið þér eftir hjá húsvarðarfrúnni.
Á knæpunni „Bikarinn“ var aðeins einn gestur, það
var Bretschneider leynilögregluþjónn í ríkislögreglunni.
Palivec gestgjafi var að þvo bolla og Bretsclineider
reyndi árangurslaust að fá hann inn í alvarlegar sam-
ræður.
Palivec var óbrotinn almúgamaður og kunnur að ljót-
um munnsöfnuði. Skítur og rass voru orð, sem komu:
76