Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 77
fyrir í nærfellt liverri setningu, sem liann sagði. En hann
var víðlesinn og livatti alla til að lesa það, sem Viktor
Hugo liafði skrifað, þar sem hann segir frá liinu síð-
asta svari hins gamla lífvarðar Napóleons til Englend-
inga, í orustunni við Waterloo.
Það er góða veðrið, sagði Bretschneider.
Ég gef nú skít fyrir það, sagði Palivec og setti holl-
ana inn í skápinn.
Það er þokkalegt, sem þeir hafa gert okkur i Sara-
jevo, tók Bretsclineider aftur til máls, til þess að reyna
að draga gestgjafann inn í pólitískar umræður.
f hvaða Sarajevo? spurði Palivec. í vínstofunni í
Nusle? Þar eru slagsmál á hverjum degi. Þér kannist
við Nusle.
f Sarajevo í Bosníu, herra gestgjafi, þar hefir Fer-
dínand erkihertogi verið skotinn til hana. Hvað segið
þér um það?
Ég skipti mér ekki af slíkum hlutum, það geta þeir
kysst mig á rassinn upp á, svaraði Palivec hæversklega
og kveikti sér í pípu. Það getur kostað mann hausinn,
að vera að skipta sér af þessháttar nú á dögum. Ég
er atvinnurekandi. Þegar einliver kemur og biður um
bjór, sel ég honum liann. En svona Sarajevo, pólitík
eða erkihertoginn sálugi, það kemur ekki mál við mig.
Maður getur lent á Pankratz1) fyrir það.
Bretschneider þagnaði og horfði vonsvikinn kring um
sig í auðri veitingastofunni.
Þarna hékk einu sinni mynd af keisaranum, sagði
hann eftir dálitla stund, einmitt þarna sem spegillinn
hangir nú.
Já, það er rétt hjá yður, svaraði Palivec. Hann hékk
þarna, en flugurnar skitu á hann, svo ég lét hann upp
á hanabjálkaloft. Sjáið þér til, einhverjir hefðu kann-
ski getað fundið að þvi, að flugurnar skitu á hann og
1) Stórt hegningarhús í Prag.
77