Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 79
inn og fékk fyrir það hálfsmánaðar einangrað varð-
liald, og í Ivo daga létu þeir mig liggja bundinn í beygju,
eins og Lasarus. En það verður að vera heragi, annars
mundi enginn láta sér detta í liug, að gera nokkuð af
því, sem honum væri skipað. Yfirliðsforinginn oklcar,
hann Malcovec, sagði alltaf: Þið verðið að læra aga,
asnahausarnir ykkar, annars munduð þið klifra upp
um öll tré, eins og apar, en herþjónustan gerir menn
úr ykkur, drullusokkar. Og þetta var alveg rétt hjá
honum. Hugsið þér yður hara trjágarð, til dæmis eins
og þann á Karlstorginu, og agalausan dáta í hverju
tré. Ég hefi alltaf verið afarhræddur við slíkt.
Þetta í Sarajevo, hélt Bretschneider áfram, hafa Serb-
arnir gert.
Þar vaðið þér i villu og svima, svaraði Schwejk, þetta
er Tyrkjans verk, út af Bosníu og Herzegowínu.
Og Schwejk útlistaði skoðun sína á utanríkispólitík
Austurríkis á Balkanskaganum. Tyrkir hefðu árið 1912
átt í stríði við Serba, Búlgara og Grikki, og fyrst Austur-
ríki vildi ekki hjálpa þeim þá, skutu þeir Ferdínand nú.
Er þér vel við Tyrkjana? spurði hann Palivec. Er
þér vel við þessa heiðnu hunda? Það er þér sjálfsagt
ekki, ha?
Mig gildir einu hver gesturinn er, sagði Palivec, jafn-
vel þó það sé Tyrki. Okkur atvinnurekendur varðar ekk-
ert um pólitík. Borgir þú þinn bjór, máttu brúka lcjaft-
inn eins og þú vilt fyrir mér. Hvort sem það hefir ver-
ið Tyrki eða Serbi, kaþólskur maður eða múliammeðs-
trúar, anarkisti eða Ungtélcki, sem drap Ferdínand, er
mér fjandann sama.
Það er rétt, herra gestgjafi, sagði Bretschneider, sem
var orðinn vonlítill um að koma þessum mönnum til
að tala svo af sér, að hann gæti tekið þá fasta. En þér
verðið þó að viðurkenna, að Austurriki liefir orðið fyr-
ir miklu tjóni við fráfall Ferdínands.
í staðinn fyrir gestgjafann svaraði Schwejk:
79