Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 80
Það er tap, því ber ekki að neita. Það getur ekki
hvaða fábjáni sem er komið i staðinn fyrir Ferdinand.
Hann hefði bara átt að vera ennþá feitari.
Hvað meinið þér með þvi?
Hvað ég meina? spurði Schwejk ánægður, ekki ann-
að en þetta: Ef hann hefði verið feitari hefði liann
verið búinn að fá slag, til dæmis þegar liann var að
eltast við kerlingarnar i Konopischt, þegar þær voru
að safna sprekum og svepijum í veiðiskógum lians, og
þá hefði hann losnað við að deyja þessum smánarlega
dauðdaga. Að hugsa sér að hann skuli hafa verið frændi
keisarans og svo drepinn á þennan hátt. Það er hneyksli;
öll blöðin eru full með það. Heima í Budweis var fyr-
ir nokkrum árum svínasali rekinn í gegn á kaupstefn-
unni; hann hét Bratislav Ludwig og átti son, sem hét
Bohuslav, og þegar sonurinn ætlaði að fara að selja
svínin, vildi enginn kaupa þau af honum; allir sögðu:
Þetta er sonur þess, sem var drepinn, hann er áreiðan-
lega óþokki líka. Hann átti ekki annars úrkosta en að
drekkja sér í Moldau; en hann náðist og var lífgaður
við, með því að dæla upp úr honum vatninu, en svo
dó hann i höndunum á lækninum, sem gaf honum ein-
liverja innspýtingu.
Það eru undarlegar samlíkingar, sem þér komið með,
sagði Bretsclineider alvörugefinn. Fyrst talið þér um
erkihertogann og svo um svínasala.
Það var alls ekki meiningin, svaraði Schwejk. Ham-
ingjan forði mér frá því að líkja nokkrum við nokk-
urn. Gestgjafinn þekkir mig. Hefi ég nokkurntíma far-
ið í mannjöfnuð? En ég kærði mig ekki um að vera
í sporum erkihertogafrúarinnar. Hvað verður nú fyrir
henni, aumingjanum? Börnin munaðarlaus og heimil-
ið í Konopischt fyrirvinnulaust. Ætti liún að giftast öðr-
um erkihertoga? Hvað hefði hún upp úr þvi? Ekkert
annað en að fara á ný með honum til Sarajevo og verða
ekkja í annað sinn. Fyrir nokkrum árum var í Zlyw
80