Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 81
lijá Hluboka skógarvörður. Hann hét ljótu nafni, sem
sé Pintscher. Yeiðiþjófar skutu hann og hann lét eftir
sig ekkju og tvö börn. Eftir eitt ár giftist hún aftur skóg-
arverði, sem hét Pepi Schawlowic frá Mylowar og hann
drápu þeir líka fyrir lienni. í þriðja skipti giftist hún
skógarverði og sagði um leið: Allt er þegar þrennt er,
ef það fer ekki vel i þetta sinn, veit ég ekki hvað gera
skal. Auðvitað var liann líka drepinn fyrir henri og
þá var hún búin að eignast sex börn með öllum þess-
um skógarvörðum. Hún fór þá beint á skrifstofu furst-
ans og bar þar upp vandræði sín. Þar var henni ráð-
lagt að talca fiskivatnaverðinum Jarosch frá Razitzer,
en hvað haldið þér að komi fyrir? Þeir drekktu hon-
um fyrir henni við fiskiveiðar i vatninu, og með hon-
um hafði liún eignazt tvö börn. Að lokum giftist hún
svínaslátrara frá Vodnan, og eina nóttina lijó hann af
henni liöfuðið með öxi og kærði sjálfan sig fyrir morð.
Þegar átti að hengja hann i Pisek, beit hann nefið af
prestinum og sagðist einslcis iðrast, og auk þess sagði
hann eitthvað viðbjóðslegt um keisarann.
Og vitið þér livað það var? spurði Bretschneider von-
góður.
Nei, það veit ég ekki, því enginn hefir nokkru sinni
þorað að hafa það eftir, en ég trúi það liafi verið svo
hræðilega ljótt, að einn dómaranna, sem var viðstadd-
ur og heyrði það, hafi orðið brjálaður og er enn þann
dag í dag hafður í sérklefa, svo enginn skuli fá að
vita það hjá honum. Það var engin venjuleg móðgun
við keisarann, eins og menn fremja í fylliríi.
Og hvernig eru þær móðganir gagnvart keisaranum,
sem menn fremja í fylliríi? spurði Bretschneider.
Gerið það fyrir mig, herrar mínir, að tala um eitt-
hvað annað, mælti nú Palivec. Ég skal segja ykkur, að
mér geðjast ekki að þessu. Menn geta hæglega sagt eitt-
hvað, sem þá kynni að iðra seinna.
Hvaða móðganir gagnvart keisaranum menn fremja
81