Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 82
í fylliríi? át Schwejk eftir. Þær eru margvíslegar. Reyn-
ið þér að drekka yður fullan og látið spila fyrir yður
austurríska þjóðsönginn, og þér skuluð vita livað þér
segið. Þér munuð finna upp á að segja svo margt um
lians liátign, að ef lielmingurinn af því væri sannleik-
ur, væri það nóg til að gera hann ómögulegan fyrir
heila lífið. En hann á það ekki skilið, gamli maðurinn.
Hugsið yður: Rudolf son sinn missti hann á unga aldri,
meðan liann sjálfur var í blóma lifsins. Eiginkona hans,
Elísabet, var rekin í gegn með þjöl, síðan missti hann
Jóhann Ort. Bróðir lians, keisarinn í Mexikó, var skot-
inn einhversstaðar upp við virkisvegg, og nú á elliár-
um hans murka þeir lífið úr Ferdínand frænda hans.
Það þarf sannarlega stáltaugar til að þola slíkt, og svo
fer einhver fullur náungi að skamma hann og bakbita.
Ef það brýzt út stríð, fer ég sem sjálfboðaliði í það,
til að berjast fyrir keisarann, þangað til ég verð höggv-
inn í smástykki.
Schwejk drakk langan teig og hélt svo áfram: Þér
lialdið kannski, að keisarinn okkar láti bjóða sér þetta.
Þá þekkið þér hann illa. Það verður stríð við Tyrki:
Þið hafið drepið hann frænda minn, þarna hafið þið
einn á snúðinn fyrir það. Það verður áreiðanlega stríð.
Serbia og Rússland verða með okkur. Mikið andskoti
skulu þeir fá á baukinn.
Á þessu mikla spádómsins augnabliki leit Schwejk
út eins og hann væri forkláraður. Hans einfeldnislega,
brosandi andlit var eins og tungl í fyllingu og ljómaði
af eldlegum áhuga. Fyrir liugarsjónum hans var þetta
allt svo Ijóst.
Getur verið, liélt hann áfram að spá um framtíð Aust-
urríkis, að Þjóðverjarnir svíkist aftan að okkur, með-
an við erum að berjast við Tyrkja, af því að Tyrkir
og Þjóðverjar eru bandamenn; en við fáum Frakka með
okkur, þvi þeir eru hatursmenn Þjóðverja síðan 71 og
82