Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 86
skildu að visu ekki slík kjörorð, skynsemin sagði þeim, að ef
þeir yrðu ekki fyrri til að kyrkja fasismann, þá myndi fasism-
inn kyrkja þá sjálfa. En þeir hlýddu, af tryggðinni við flokk-
inn, sem var ekki annað en tryggð verkamannsins við stétt sína,
að vísu afvegaleidd. — Hersveitir fasismans hófu sóknina, tóku
að skjóta á samkomuhús verkalýðsins. Og enn kom skipunin:
Bíðið átekta! Heilbrigðri stéttarvitund margra tókst að visu að
rjúfa seiðinn. Þeir gripu til vopna, en of seint, þeir snérust til
varnar, en ekki til sóknar. Aðrir hikuðu enn, biðu eftir véfrétt-
inni að ofan.
Þannig gat öfugmælið snúizt upp í sannleiksorð: Tryggð verka-
mannanna við flokk sinn leiddi þá til ósigurs. Af því að flokk-
urinn var í raun og veru ekki þ e i r r a flokkur, af því að stjórn
hans var í höndum manna, sem fjarlægzt höfðu verkalýðinn
fyrir löngu, áttu sér aðrar hugsanir en hann, önnur hagsmunamál.
Þetta er harmsaga uppreisnarinnar í Austurríki: Vcrkalýður-
ínn átti sér öll skilyrði til sigurs, stéttvisi, hugprýði, siðferðis-
þrek — öll, nema hinn pólitíska þroska.
Marga þessara verkamanna kann staðreynd ósigursins að hafa
gert áttavillta í svip. En hún hefir strokið glýjuna af augum þeirra.
Þeir eru teknir að átta sig. „Við komurn aftur!“ er kjörorð þeirra.
Samfylking austurríska verkalýðsins er hinn nýi veruleiki, sprott-
inn upp af blóðugu svæði febrúardaganna —.
Þættir þeir, sem hér birtast, eru teknir úr sögunni á víð og
dreif. Skáldkonan hefir þá aðferð, að hún yfirgefur persónur
sinar um stund og leitar uppi aðrar, en mætir þeim svo siðar
í nýju umhverfi. En þættirnir standa þó í rökréttu innra samhengi.
Þýð.
Annar kapítuli.
III.
„í nafni flokksdeildar minnar---------.“
„HvaS er þessi náungi hér að vilja? Hefir hann mál-
frelsi, eða hvað?“
„í nafni Kommúnistaflokksdeildarinnar í Linz — —.“
„Nú skánar það! Hvað er liann að gera hér?“
„Lofaðu honum að tala, Zillich. Hann ætlar að lesa
upp yfirlýsingu, samkvæmt fundarsköpum. Þetta er
heldur enginn lokaður flokksfundur. Orðið hefir Aig-
ner, til þess að flytja yfirlýsingu.“
„í nafni Linz-deildar Kommúnistaflokks Austurríkis,
86