Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 88
inn. Eins og lifið lægi við, að þetta siðasta yrði varð-
veitt, þegar allt annað var orðið vafasamt. Eftir þetta
liafði hann ekki komið á heimili Aigners, jafnvel ekki
við dauða elztu systur sinnar, konu hans. Fyrir liálfu
öðru ári varð Aigner pólitískur leiðtogi sellunnar. Þeir
voru þar all-ákveðnir og aðsópsmiklir í samanburði við
aðrar deildir. Eitt sinn hafði Aigner haft von um, að
liann yrði sendur til Moskva, á Lenin-skólann, en á síð-
ustu stundu hafði Mittelxer í Graz orðið fyrir valinu.
Síðan hafði Aigner misst atvinnuna, einmitt árið sem
kona lians veiktist, eftir að hafa fætt tvíbura. Afbrýði-
semi konu lians gagnvart Iiinni ungu, heilsuhraustu syst-
ur sinni, sem annaðist fyrir hana börn og heimili, liafði
síðustu mánuðina skyggt á samhúð þeirra. Þessi af-
brýðisemi var á rökum byggð, þvi að þegar eftir dauða
konu sinnar giftist Aigner hinni laglegu og glaðlyndu
stúlku, sem að vísu reyndist í flestu ólík sinni látnu
systur. Aftur svipaði þeim mjög saman, eldri systur-
inni og máginum með hina djúpu hrukku milli loðinna
brúna og hrafnsvart hárið vaxið i lijartamyndaðri linu
yfir enninu.
Aigner leit af mági sínum og fór að tálga blýantinn
sinn með hægð, og nú fannst honum skyndilega sem
takast mætti að fella saman á ný liina ýmsu hluta úr
lífi lians, sem tímans rás hafði sundrað og skemmt.
Næstur á eftir Aigner tók Zillich til máls, fyrir hönd
miðstjórnarinnar. Hann gekk fram hjá yfirlýsingu Aig-
ners. Rödd lians var hnitmiðuð, eins og liann væri að
lesa um löngu liðna viðburði upp úr gamalli bók. Hann
setti fram lýsingu á ástandinu, sem allir þarna við borð-
ið þekktu raunar til hlítar, alveg eins og hann sjálfur,
sagði frá kröfum Föðurlandsfélaganna, sem saman voru
komin í Vínarborg, um að hinum kosnu borgarstjórum
yrði vikið úr embætti, lögregluvaldið fengið Heimavarn-
arliðinu í hendur og stjórnarstörfin fulltrúum þess.
Verkalýðinn i Linz varaði hann við öllum sjálfshvat-
88