Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 89
araðgerðum, án skipunar frá miðstjórninni. Vopnin
væru, sagði liann, ekki til þess, að menn færu að pata
með þeim i allar áttir eftir æsingabrögðum andstæð-
inganna, heldur væru þau varnartæki stjórnarskrárinn-
ar, og i þeirra skjóli skyldu hinar lögmætu endurkosn-
ingar fara fram, með stuðningi yfirgnæfandi meiri hluta
hins austurríska verkalýðs. Svipurinn á andlitunum og
framíköllin komu Aigner á óvart. Hann horfði á þau,
eins og þetta væru andlit, sem ekki liefði borið fyrir
augu lians daglega allan þennan tíma: Hrukkur höfðu
myndazt, hárskúfur gránað, augu kiprazt saman, óþolin-
mæði og gremja voru allt í einu búnar að tillíkja þau
andliti hans sjálfs. Zillich einn var enn með sitt gamla
andlit.
Þriðji lcapítuli.
I.
Aigner opnaði eldhússgluggann, til þess að hleypa út
reykjarsvælunni. Glugginn var í jarðarhæð og vissi út
að húsagarðinum. Enn var nótt á lofti. í hrauðgerðar-
stofunni gegnt honum var flöktandi Ijós og iðjusamlega
starfað. Hann vaknaði að fullu við það, að kaldri regn-
liviðu sló í andlit lionum. Og um leið minntist hann
alls þess, sem hinn nýi dagur myndi að likindum l)era
í skauti sér. Hann starði fram í dimman húsagarðinn.
Ef til vill hefði þegar mátt greina hina rísandi dagsbrún
liandan við Linz, þeim megin sem Dóná fellur. Hann
fann eitthvað lilýtt snerta úlnliðinn neðanvert. Það var
telpan hans litla. Hún hafði, svo að litið har á, skreiðzt
fram úr rúminu, þar sem hún svaf ásamt tvíburu sinni
og stjúpmóður. Hún fylgdi föður sínum eins og lítill
skuggi. Telpan var ekki beinlínis vansköpuð, eins og
oft er um tvíbura, en fram úr hófi útlimagrönn. Hann
lagði barnið á ofnbekkinn. Steinflísarnar voru heitar
frá kvöldinu áður. Hann flýtti sér að skara í eldinn.
Barnið, sem naumast var talandi, þrátt fyrir fimm ára