Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 90
aldur, liorfði á liann dökkum, glaðlegum augum. Á að
gizka tuttugu litlir hlaðar af flugmiðum lágu á eldhúss-
borðinu, og yfir þá hafði verið hvolft nokkrum matar-
diskum, svo að súgurinn feykti þeim ekki niður. Fram
á nótt hafði verið starfað að þvi að taka utan af þess-
um flugmiðum, brjóta þá og raða þeim, áður en þeir
yrðu sóttir. Frammi við dyr lá stór óuppbrotinn blaða-
böggull. Pappírsumbúðirnar utan af þrern öðrum lágu
þar hjá, stinnar, eins og klæðnaðir, sem nýlega hafa
umlukið lifandi verur. Aigner skar utan af fjórða böggl-
inum. „Rauða fánanum“ með ávarpi um allsherjarverk-
fallið skipti liann niður á flugmiðalilaðana. Hann fann
augu barnsins hvila á höndum sér, á meðan hann var
að sýsla þetta.
Tveir af beztu liðsmönnum lians komu að utan, þeir
Pfleiderer og Postl. Postl var sá, sem hann hafði mestar
mætur á. Pfleiderer var, þótt gildur væri, ótrúlega fim-
ur að útbýta flugritum. Þeir voru að koma aftur frá
Urfalir og heimtuðu nú nýjar birgðir, til þess að út-
býta framan við sykurverksmiðjurnar. Væri nú konan
hans eins og vera bar, góður félagi, eins og hin látna
systir hennar, þá væri hún löngu búin að gera þess-
um mönnum eitthvað gott, hita handa þeim kaffi. En
í sama bili varð hann gripinn óróa við þá hugsun, að
kona hans kæmi þarna fram á náttklæðunum, kornung
og svefnhlý, með nakið brjóst.
„Nokkuð að frétta?“ — „Ekkert. Alpaskyttusveit frá
Wels, vélbúið fjallaskotfylki.“ — „í borginni og eins á
þjóðvegunum er allt kyrrt. I nótt hafa þeir komið fyrir
tveimur vélbyssum i „Schiff“-gistihúsinu, eftir því sem
sagt er. Þessa stundina eru þar fáir. Flestir fóru heim
aftur um miðnætti. Þeir koma bráðum aftur. Menn bú-
ast fastlega við því, að til úrslita dragi í dag.“ — —
„Það er nú ekki í fyrsta sinn, að menn búast við því,
að til úrslita dragi í dag. “ — „Eitt er víst. Hvernig sem
það annars fer — þeir þarna í „Sehiff“ eru búnir að
<)0