Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 91
Arera.“ Aigner sagði: „Engan veginn. Það veltur á þvi,
iivernig landið snýst við í heild sinni, og borgin. Þeir
hljóta að geta haldið velli, þangað til uppreisnin
brýzt út.“
Komumennirnir tóku saman pjönkur sínar. Aigner
tíndi saman umhúðirnar á gólfinu og tróð öllu saman
i eldavélina. Barnið reis upp við dogg og virti fyrir
sér blossann, sem lagði upp úr stónni.
Aigner leit naumast við, þegar hurðin var opnuð.
Nú komu menn hver af öðrum, til þess að sækja flug-
miðana og blöðin. Það voru ekki meira en þrjár klukku-
stundir síðan þeir höfðu skilizt. Enginn vissi annað að
segja, en að úti í nóttinni væri enn allt kyrrt. Aigner
stóð með andlitið yfir eldstónni og annað hnéð á ofn-
bekknum og hugsaði til mannanna í „Schiff“-gistihús-
inu, sem tekið höfðu sér vopn í liönd og einsett sér að
mæta því, sem verða vildi, fjTstir allra. Slíkt álirifa-
magn útgekk frá þessum mönnum, sem þarna voru inni-
luktir í húsi meðal húsanna i tuttugu mínútna fjarlægð
handan við strætin, að hann þjáðist af þvi að geta ekki
verið þar með þeim. Hann fann að þessi hugsun var
■óskynsamleg, en með hundraðföldum þunga hlaut hún
að leggjast á hvern þann, sem elcki átti sér skapfestu
hans.
Hann hafði gert sjálfum sér örðugt að verða kom-
múnisti, og hann gerði sér jafn-örðugt að vera það.
Fyrir fram hafði hann vitað, að hann legði allt í söl-
nrnar, atvinnu sina, verðmæti síns fyrra lífs, ef til vill
ást konu sinnar. Daglangt og næturlangt hafði hann
leitað í huga sér að viðbárum, til þess að geta frestað
þessu úrslitaskrefi. í heilt ár liafði honum tekizt að
finna nýjar og nýjar ástæður fyrir því, að lionum hæri
nð halda tryggð við sinn gamla, volduga, vel vopnaða
flokk. Eftirstöðvar þessarar tryggðar var brennandi af-
brýðisemi hans gagnvart mönnunum í „Schiff“, af því
að hamn gat ekki verið þar sjálfur. En af því að hann
01