Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 95
(Hneyksli,
fullkomið hneyksli, —
og hvað skyldi annars
okkar heiðarlega alþýða halda um þá a ð f e r ð,
sem beita skyldi, ef hér yrði farið að hrófla
við högum og lögum — með dæmi slíkt fyrir augum?).
Því hrópum vér á yður, herra lögreglustjóri:
Gefið Vorinu gætur!
Vér heimtum víðtækar varúðarráðstafanir
og allsherjar umsátursástand.
Vér krefjumst þess þegar:
að lögregluliðið sé aukið
og vopnuðum varðmönnum fjölgað,
að strax séu handteknir allir æsingaseggir,
einkum þó vindar, regnský, geislar og straumar,
svo stofnanir lands vors og lög þess haldist í gildi,
og vetrarins þrautreynda veldi
vari um eilífð!
Magnús Ásgeirsson þýddi.
að hné hans. Hann hristi barnið, svo að höfuð þess
skókst til og frá. I hliðinu að skólagarðinuni stóðu marg-
ar konur, fölar í andliti. Þær tóku barnið að sér. Aigner
fékk byssu og hundrað skothylki, eins og hver varnar-
liðsmaður, enn fremur nokkrar handsprengjur. Síðhærði
öldungurinn varð forviða, hann sperrti upp brúnirnar.
Aigner hafði þekkt hann lengi. Þeir urðu óvinir, þegar
Aigner yfirgaf flokk sósíaldemókrata. Hann leit stilli-
lega á gamla manninn. Gráar brúnirnar sigu, eins og
fallhurð í kastalahliði. í fyrsta sinni á mörgum árum
leit þetta andlit aftur friðsamlega við honum, og báðir
brostu. 1 sama bili kvað við vélbyssuskothríð á ný, og
kom hljóðið utan af þjóðveginum, þaðan sem „Schiff“-
gistihúsið var. Þeir röðuðu fylkingum. Deild sú, sem
Aigner var i, var þegar send af stað. Hann liafði orðið
viðskila við Postl. Einnig aðrir félagar hans, sem síðar
95