Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 96
höfðu komið, voru 1 annari deild. Þegar þeir gengu
út úr garðinum, viku konurnar til beggja handa, eins
og þær væru hluti af garðsliliðinu. í sandinum rétt við
liliðið lá lituð glerkúla.
Aigner varð þess vísari, að takmark þeirra var ekki
„Schiff“-gistihúsið, eins og liann hafði vonað af ein-
hverjum ástæðum, heldur járnbrautarstöðin. Steingat-
an endurómaði af fótataki þeirra, skothvellirnir virt-
ust vera þagnaðir. Aigner fann eittlivað þungt við liand-
legg sér, hjartað varð þungt í brjósti lionum. Hann
bölvaði. Hann rétti barnið inn um einhvern gluggann,
handleggir komu i ljós og tóku við því. Nú skyldi snú-
ið baki við öllu, sem að baki var. Hann ætlaði að láta
ráðast hverju fram yndi. Því að þar sem hin þríundna
Vincenz-gata opnast fram á torgið, var snögglega farið
að skjóta, og kúlan straukst fram hjá honum sjálfum.
Ógur,legt vein þess, sem fyrir varð, kvað við líkast
undrunarópi og endaði i þungri stunu, sem bergmálaði
inn eftir götunni. I brjósthæð frá gangstéttinni rak gam-
all maður höfuðið út um opinn glugga, skegg hans
straukst um gagnauga Aigners. Hann liafði jafnvel pípu
í munninum, jafnvel tjöld fyrir glugganum. Augu hans
sindruðu eftir skothríðina. Aigner fann undursamlega
nálægð liíbýlanna, fann hlýju strætisins leggja á móti
sér, eins og i jarðhúsi. Út um glugga var hrópað inn
á milli skothvellanna: „Lifi frelsið!“, en hásum rómi
og aðeins hljóðstafirnir. Það líktist engri mannsrödd.
Aftur fann Aigner til einhverra þyngsla, að þessu sinni
við beltisstað sér. Það greip liann skelfing, liann gat
ekkert við því gert. Þeir sáu torgið fram undan sér.
Hermenn — ekki lögreglumenn — liöfðu tekið sér stöðu
á torginu, ekki fyrir götumynninu, heldur í hálfhring
hinumegin svæðisins. Framfylking þeirra var þegar
rofin. Á rennvotu torginu lágu eða krupu tveir hermenn
og þrír varnarliðsmenn, eins og gengnir úr leik og ó-
virkir. Hver og einn fann þegar á þessu byrjunarstigi,
96