Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 98
spurði með nokkrum þótta: „Hefir nokkuð frétzt frá
Yín?“ „Verkfall á rafmagnsstöðinni, við höfum lýst yf-
ir verkfalli“. — „Við, hverjir eru það? Flokksstjórnin?“
— „Við sjálfir. Félagar okkar hafa gefið út kjörorðið,
símleiðis.“ Einhver sagði: „Bernasek hefir þá haft sitt
fram.“
Aigner kom i þessu auga á mág sinn, sem stiklaði
til hans yfir nokkra varnarliðsmenn. Mágurinn vissi
ekki, hvað dunið hafði yfir Aigner. Af annari ástæðu
en liina grunaði settist hann hjá honum og þrýsti liönd
hans.
Fjórði kapítuli.
VI.
Enn var Urfahr og hrúarsporðurinn, sem frá vissi
borginni, í höndum varnarliðs verkamanna. Allan dag-
inn áður, nóttina og fram á morgun höfðu þeir haldið
velli gegn stjórnarliðinu, sem hélt uppi þéttri skolhrið
af hinum Dónárhakkanum, þeim megin sem Linz er.
Deildin, sem sat í j árnbrautarstöðinni, liafði fengið
fregnir um, að fjöhnennar varnarliðssveitir væru á
leiðinni til Urfalir, og myndu þær hefja áhlaup, ásamt
þeim flokki, sem varði hrúarsporðinn. Nú var allt und-
ir þvi komið, að takast mætti að verja járnbrautar-
stöðina, þangað til þessi liðsauki væri kominn til Ur-
fahr. Svipaðar fréttir liöfðu þeir fengið allt að þvi tíu
sinnum síðstu klukkutímana, og jafn-oft liafði Aigner
tekizt að telja skynsemi sinni trú um áreiðanleik þess-
ara fregna. En að þessu sinni neitaði skynsemin að trúa
á þessar varnarliðssveitir, sem áttu að vera á leiðinni
til Urfalir. Hann reyndi að liafa sem liægast um sig,
eins og hann gæti með einu andartaki slökkt vonar-
neistann, sem enn á ný liafði glæðzt í brjóstum félaga
hans. Hann minntist þess, að hann hafði ekki séð mág
sinn síðan um morguninn, þegar þeir hrundu síðasta
áhlaupinu á járnbrautarstöðina. Sérhver dagur á und-
98