Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 99
anförnu ári hafði lagt milli þeirra einhvers konar tengsl,
ill eða góð. Fjandskapur þeirra liafði jafnvel tengt þá
nánari böndum en vináttan aðra menn. Hann spratt
á fætur og hrópaði: „Karl!“ Þegar í stað var svarað:
„Hvað þá?“ Mágur lians lá skammt frá honum. Hann
liafði hniprað sig saman og dregið treyjuna upp yfir
höfuð sér. Aigner spurði: „Hefirðu heyrt það?“ —
„Hvað?“ -—- „Að varnarliðssveitir eru á leiðinni til Ur-
falir?“ — Mágur hans svaraði: „Já.“ — „Trúirðu því?“
— „Ég veit ekki. Maður veit ekki, hvernig það gengur
í Vín. Annars má okkur vera sama.“ — „Sama?“ — „Já,
því að við liöldum liér kyrru fyrir, á hverju sem geng-
ur. Eins og þeir væru á leiðinni.“ Varnarliðsmaðurinn,
sem lá milli þeirra, reis upp á olnbogana og sagði: „Já“.
Nokkru seinna fóru þeir með vélbyssu fimm saman
yfir brautarsvæðið: Aigner, Karl mágur hans, varnar-
liðsmaðurinn Martin, sem legið hafði á milli þeirra, bók-
sali einn, eins og herramaður útlits, i vetrarfrakka með
bjórskinnskraga og loks lítill, hjólfættur náungi, Ottó
að nafni. Frost var á og jörðin öll hélug. Handan við
svæðið gnæfði liúsveggur, eins og endimörk allra hluta,
og endurspeglaðist sólin í gluggum lians. Nú heyrðisl
hvergi skotið. Þeir ætluðu að setjast í farmiðasölubyrg-
ið hinumegin svæðisins, lil þess að tefja fyrir áhlaup-
inu, sem búizt var við að gert yrði á brautarstöðina.
Bóksalinn endurtók í sífellu það, sem fyrir þá liafði
verið lagt, eins og enginn hefði lieyrt það annar en hann:
að þeir yrðu að halda stöðunni, þangað til liðsaukinn
væri kominn að brúarsporðinum íUrfahr. Hinir liéldu, að
liann væri smeykur inni fyrir, enda þótt liann hefði sótl
það mjög fasl að fá að fara með þeim. Martin tók við
forystunni, og yfir andlil lians, unglegt, brúnleitt, lítið
eitt tregðulegt, færðist einbeittari svipur. Hann lét brjóta
upp dyrnar á miðasölubyrginu. Þeir ruddu út öllu
óþarfa dóti, söluborði og ofni. Cr skúffunni féllu nokkr-
ir seðlar, smápeningar og pappírsmiðar. Þeir festu seðl-
93