Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 100
ana á veggalmanakið. Frá miðasölubyrginu höfðu þeir
vald yfir öllu svæðinu, sem hallaðist litið eitt frá varn-
ingsbrautarstöðinni niður að strætinu. Upp af brekk-
unni, gegnt götunni, reis framhliðin á stórum, ryðguð-
um vörugeymsluskúr. Martin lét þá Aigner og mág hans
setjast í skúrinn. Hann og Ottó komu sér saman um
hljóðmerki. Því næst lét liann Ottó leggjast niður bak
við lágt steinþrep, sem lá samhliða götunni. Bóksalann
hafði liann hjá sér. Bóksalinn talaði um það, að rikis-
lögreglan myndi liæglega geta tekið járnbrautarstöðina
með áhlaupi, en hún vonaðist til að geta náð þessu tak-
marki, án þess að þurfa að fórna mönnum. Ef varnar-
liðsaukinn kæmist til Urfahr, yrði ríkislögreglan að
snúa sér að því að verja brúarsporðinn, sem vissi að
borginni. Ef til vill yrði þá alls ekki barizt um járn-
brautarstöðina. Ef eitthvað yrði að sjálfuxn honum, bæði
hann Martin að koma boðum til skylduliðs síns — heim-
ilisfang sitt skrifaði hann á veggalmanakið. Martin
virti liann fyrir sér stillilega, án þess að gripa fram í
fyrir lionum.
Aigner og mágur hans lágu í vörugeymsluskúrnum
og studdu byssunum fram á kassana. Gluggarnir voru
smáir og hátt uppi. Báðum kom í hug, að þeir væru
orðnir tveir einir á þessum stað, og þeir lilustuðu á
skotlivellina, sem nú kváðu við að nýju brúarsporð-
anna á milli. Aigner sagði: „Þú ert enn ógiftur?“ —
„Já.“ — „Hvað skyldi vera þarna í kössunum? Ef til
vill eitthvað eldfimt.“ — „Skoðaðu í þá.“ Hann opn-
aði kassana, og í ljós komu rjómaþyrlar, rifjárn, kaffi-
kvarnir, sáld, allt vafið í tréull og búið til flutnings.
Þeir ruddu sumu úr umbúðunum. Mágurinn varð liik-
andi, Aigner sagði: „Öreigastéttin leyfir þér það.“ Mág-
ur hans sagði út undan sér: „Hvers vegna ertu aftur
genginn í lið með okkur, svona allt i einu?“ Aigner
svaraði: „Miklu fremur eruð þið allt i einu gengnir í
lið með mér.“ Mágur hans sagði: „Vertu ekki að þessu.
100
J