Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 101
Hvernig heldurðu annars, að það fari?“ — „Hvað held-
ur þú?“ — „Of seint, of fáir. Annars veiztu sjálfurv
hvað ég held. En frá því í gærmorgun þangað til i
kvöld hefi ég oft hugsað sem svo: Ef til vill tekst það
samt.“ — „Já, í gærmorgun hugsaði ég lika sem svoí
Ef til vill tekst það samt.“ Mágurinn hélt áfram: „Það
hefði líka mátt takast.“ Þeir þögðu báðir. Aigner hugs-
aði með sér, að það væri sízt gustuk að kvelja hann
frekar á þessari stundu. Hann kvaldist nógsamlega af
hugsunum sínum. Báðir hugsuðu um hið sama: menn
á sporbrautaskiptum, í eimreiðum og við prentvélar,
konur við saumavélar, strokfjalir og barnavagna, fólk,
sem lá aðgerðalaust í gluggum húsanna. Mágurinn hugs-
aði upphátt: „Fari það bölvað, enginn skyldi treysta á
mennina.“ Aigner sagði: „Þér og mér er alltaf hægt að
treysta. Svo að þér skjátlast.“ Þeir þögnuðu aftur. Aig-
ner hliðraði sér hjá því að minna hann á hluti, sem
liann gerði sér af sjálfsdáðum að stöðugu angursefnh
Hann spurði því, til þess að leiða talið að einliverju
öðru: „Hvers vegna ertu ekki búinn að gifta þig?“ —
„Það hefir atvikazt svona.“ — „Hefirðu ekki fundið þá
réttu?“ — „Jú, að vísu, en —“
Þeir heyrðu tvisvar blístrað úti fyrir og hrukku við.
Þeir lágu grafkyrrir og litu hornauga hvor til annars.
Við þessi Iiljóðmerki voru öll aukaatriði liorfin úr huga
þeirra, gleymdar allar áliyggjur tilverunnar fram til
þessa. Þeir fundu dyninn frá strætinu enduróma í lík-
ama sínum. Utan af strætinu var ekki liægt að ganga
úr skugga um það, hvort i skúrnum væru margir eða
aðeins tveir. Rétt á eftir heyrði Martin, sem staddur
var í miðasöluhyrginu, fyrstu skotin frá þeim í skúm-
um. Allir heyrðu skothríð dynja á skúrhliðinni. Bók-
salinn hjóst til að segja eitthvað. Martin sagði: „Þeg-
iðu.“ Eftir það var bóksalinn þögull og liegðaði sér óað-
finnanlega. Ottó blés merkið: Vélbyssa.
Ottó gat átt á hættu að verða fyrir skeytum utan
101