Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 106
arinnar í bókarformi, að því er maður skyldi lialda
einmitt til — fólksins.
Það er ákjósanlegast, bæði fyrir útgefandann og liöf-
undinn, sagði þessi fasisti, að eiga að viðskiptavinum
sérstakan úrvalshóp, sem hefir gáfur og menntun til
að meta gjafir andans. En fyrir sjálft fólkið, almenn-
ing, eru aftur á móti aðrar skemmtanir eðlilegri, og
svo mun verða í framtið, ekki siður en í fortíð; fólk-
ið á að lialda sinar hátíðir þegar svíninu er slátrað,
eða þegar einhver dýrlingur á afmæli, með skrúðgöngu,
reykelsi, markaði og apaketti.
Hver er þá munurinn á hinum útvöldu, sem eiga að
njóta ávaxta menningarinnar, og fólkinu, sem á að halda
sviðamessur og hafa gaman af dýrlingi og apaketti?
Hann er i sem stytztu máli aðeins munurinn á þeim,
sem höfðu efni og aðstæður til að njóta uppeldis og
öðlast þá menntun, sem veitir skilning á ávöxtum menn-
ingarinnar, og hinum, sem skorti efni og aðstæður til
menntunar. Það er með öðrum orðum munur á efn-
um og aðstöðu. Því að þeir útvöldu, úrvalslióparnir,
eru nefnilega líka í fyrsta og síðasta lagi manneskj-
ur, alveg eins og almenningur, aðeins manneskjur, sem
haft hafa efni og aðstöðu til að afla sér menntunar.
Kenningin, sem ég gat um í upphafi, er þannig að-
eins kenning um, að það eigi aðeins að vera fáir menn
í heiminum, sem liafi efni og aðstæður til að njóta
góðra hluta, en fólkið, fjöldinn, eigi elcki að hafa efni
og aðstæður til að njóta góðra hluta.
Menn geta haft ýmsar skoðanir á list, en um það
munu víst flestir geta verið samdóma, að fyrir þá, sem
skilja liana og meta, sé hún eitt af hinum dýrmætustu
fyrirbrigðum mannlífsins. Það er erfitt að hugsa sér
listamann, sem gæti átt æðri þrá en þá, að sem flestir
skildu hann, að sem flestir þekktu í máli hans sína eigin
rödd. Það er að minnsta kosti eðlilegra, að maður líti
á það sem harmleik, að listamaðurinn tali, eða sé til
106