Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 107
neyddur að tala, í list sinni, til einhvers flokks af ver-
um, sem standi utan við fólkið. Og það er jafn eðli-
legt, að maður liugleiði sexii svo, að sú list, sem sé sköp-
uð og flutt fyrir einhverja útvalda, en ekki allt fólk-
ið, þjóðina, almenning, það geti varla verið mikil list.
Hitt væri miklu trúlegra, að þar væri um útrás ein-
hverrar stefnu að ræða, sem meir liygði á fjandskap,
ækki aðeins við fólkið, lieldur einnig við listina, en
kröfu til flokkunar meðal dýrmætustu fyrirhrigða
mannlegs lífs.
Ég held það sé sameiginlegt einkenni allra merki-
legra listaverka, að í þeim tali listamaðurinn fyrst og
fremst máli síns eigin fólks, hann er rödd þess í alheim-
inum, liann gefur djúprættustu kenndum þess orð eða
annað form, finnur innilegustu liugarhræringum þess
hrynjandi og samhljóma, festir á léreft sín þær sýnir,
sem eru auga þess samrunnastar, andlitsdrætti þess,
lif þess eða land. Ég held, að ef rödd listamannsins
er ekki fyrst og fremst mál fólksins, i sem fullkomn-
ustu formi, þá væri lionum hetra, að myllusteinn væri
bundinn að hálsi honum. Því fjær sem listamaðurinn
hneigist frá fólkinu, þvi dýpra sem hann sökkvir sér
niður í raunfirrta liöfuðóra hinna útvöldu, því minni
lífskraft hefir verkið, þvi ómerkilegra er það. Því nær
sem verkið stendur fólkinu, hinum lífrænustu liugðar-
málum þess, óskum þess og vonum, því samrunnara
sem það er almennustu hjartansmálum þesss, þvi snar-
ari þáttur af striði þess, þeim mun meiri lifslcraft liefir
verkið, þeim mun meira listaverk er það. Listin fjrrir
listina, — það er að vísu eklci nein vitleysa, eins og
sumir lialda, fjarri fer því; en það þýðir á hagnýtu
máli sama sem: listin fyrir þá útvöldu. Lifið er nú
einu sinni bæði fyrsti og siðasti mælikvarði alls, og fólk-
ið, það er lífið, — ekki hinir litlu úrvalsliópar, sem eru
hafnir upp yfir fólkið, og standa utan við það, lieldur
hinar stóru lífsheildir sjálfar, þjóðirnar.
107