Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 108
Ég held, að ef góður listamaður ætti ósk, þá mundi
hann óska sér þjóðfélags, þar sem hann væri liluti af
öllum, og allir ættu hlut í honum. Hann mundi óska
sér land, þar sem fílabeinsturn liinna útvöldu væri
ekki viðurkenndur, heldur væri i þess stað viðurkennt
i reyndinni það grundvallaratriði, að fólkið hefði efni
og aðstæður, menntun og uppeldi, til að lieyra rödd'
hans og skilja, lesa í list hans sitt eigið mál, sjá i mynd-
um hans sínar eigin sýnir. Það mætti kannski margt að-
slíku þjóðfélagi finna, það væri að vísu stéttlaust þjóðfé-
lag, samvirkt þjóðfélag, kommúnistiskt þjóðfélag. Rn.
það væri þó fyrst og fremst siðað þjóðfélag.
1 vetur er leið gerði ég mér sérstaka ferð frá Nizza
til Monte Carlo til að lilusta á Brailovski. Ég hafðii
lengi þráð að heyra þennan snilling augliti til auglitis,.
1 Monte Carlo er prýðilegur leiksalur, að vísu lítill nokk-
uð, en einstaklega viðfeldinn, að undanskildu útflúrinu,.
sem er lielzti iburðarmikið og ekki að sama skapi
smekklegt. Aðgöngumiðar voru mjög dýrir, ef mig mis-
minnir ekki, voru þeir ódýrustu á þrjátíu franka. Það
var mjög einkennilegt ,um að litast í áheyrendasæt-
unum, margt ber fyrir augu í heiminum, en sjaldan
hefi ég séð jafn einkennilegan áheyrendahóp. Hér var
nefnilega ekkert fólk, það voru tómir útvaldir. Og llví-
líkur úrvalshópur! Allur þorrinn voru gamlar auðv
kerlingar, enskar, ameriskar og franskar, en þótt merki-
legt sé, er einmitt sá kynþáttur þaulsætnastur í spila-
vítinu, — demantar, skaftgleraugu og liringlandi' arm-
bönd, eins og maður væri kominn til Miðafríku, ásamt'.
bandi um hálsinn til að leyna hesinu, falsaður vanga-
roðinn i lirópandi mótsögn við bláar sinaberar hend-
urnar; innan um á stangli nokkrir gamlir liöfuðvatns-
lyktandi ístrubelgir og einstöku gígóló. Mér fannst, að-
öll þessi gömlu andlit, meira eða minna fölsuð, væru
gersneydd flestum þeim eiginleikum, sem annars eru
kenndir við mannlegt lif, til dæmis eins og áhuga,, eftir-
108