Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 109
væntingu eða gleði, því síður að maður kæmi auga
á nokkurn svip, sem hægt væri að setja í samband við
Jiina göfgandi eiginleika tónlistarinnar, en meiningar-
laus skemmtanafýsn í formi skyldurækins sleikjuhátt-
ar við listina, spilafíkn, sem uppbótarverðmæti fyrir
raunhæfa lífsbaráttu, sýning á gimsteinum og tígulegri
hárgreiðslu eftir gamalli tizku, ásamt dýrmætum dúk-
um, fjöðrum og skinnum hengdum utan á gömul ör-
vasa bein, — þetta var það, sem fyllti liúsið lijá hin-
um lieimsfræga snillingi. Svona fjarri mannlegu lífi
voru þau eyru, sem áttu að hlýða á hinar chopinsku
tónsmíðar, sem meistarinn ætlaði að túlka, og sameina
i senn lífsstríð slafneskrar þjóðarsálar og töfra franskr-
ar hámenningar, sameina það í lífsins dýpstu þjáningu
og voldugustu fegurð.
Fyrir nokkrum kvöldum söng Elizabeth Schumann
hér í Kaupmannahöfn. Hún er einhver bezta ljóðasöng-
kona heimsins, austurrísk að uppruna, hefir allt það
til brunns að bera, sem yndislegast er og hjartnæmast
i Ijóðmenningu þýzka heimsins. Þeim, sem bezt þekkja
til, ber saman um, að það megi telja á fingrum ann-
arar liandar þá snillinga núlifandi, sem standi lienni
jafnfætis í túlkun ljóðlaga. Það sem fyrst og fremst
vakti athygli mína, var, að á tveim stöðum í salnum
voru fimm bekkir alauðir, en margir hálfskipaðir. Hér
var þó flutt sönglist, sem maður ber kanski aðeins
gæfu til að njóta eitt kvöld á æfi sinni, nokkur við-
kvæmustu og fegurstu blómin af menningu heimsins
horin fram á fullkominn hátt, að svo miklu leyti sem
hægt er að tala um nokkuð fullkomið í heiminum.
Og salurinn tómur á stórum svæðum.
Þetta er villimennska.
Það er villimennska að skipuleggja flutning æðstu
listverðmæta heimsins sem liappdrætti — fyrir lista-
manninn, selja listamanninn upp á von og óvon þeirri
tilviljun, hve margir hinna útvöldu liafa tima eða dutl-
109