Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 110
unga til að gera sér það ónæði að hlusta á hann þeg-
ar hann er kominn. Það er opinber fyrirlitning þjóð-
félagsins, sem gín á móti lionum úr hinum auðu sætum.
Nú ber ekki að neita hinu, að afstaða ýmsra lista-
manna til fólksins er stundum óréttlætanleg. Ég minn-
ist í því sambandi á framkomu tveggja heimsfrægra
Rússa, í blaðaviðtölum. Þeir eru að vísu livitliðasinn-
aðir báðir, en engu að siður í hópi mestu snillinga
heimsins, Raclnnaninoff, Stravinski. Ég hefi lesið blaða-
viðtöl við þá háða, sitt árið hvorn, og báðir luku upp
einum munni um, að fólkið væri lieimskingjar og villi-
menn og hefði ekkert vit á list, listin væri aðeins lianda
þeim útvöldu. Ég man ekki orðalag Rachmaninoffs ná-
kvæmlega, en ég skrifaði hjá mér orð Stravinskis, sem
voru látin i ljós fyrir fám dögum, sama daginn og
hann liélt hljómleik sinn hér í Höfn, og hann sagði
hiklaust: „Fólkið er villimenn“, og listin er fyrir „hina
kyrlátu aðdáendur“ — það er að segja handa þeim
útvöldu, þeim sem liafa liaft efni og aðstæður til að
læra að njóta hennar.
Nú á fólkið ekki sök á því, að það er fátækt á sinni
ríku jörð, enda þótt þessi ríka jörð og gæði hennar
séu þess eigin eign. Það eru aðrir, sem hafa rænt það
og stolið af því, og reyna að halda því niðri í mennt-
unarleysi og láta myrða það í einliverri Abyssiniu, hve-
nær sem þeir fá tækifæri til. Og liverir eru það? Það
eru þeir útvöldu og engir aðrir.
Ég fæ ekki betur séð en að orðbragð eins og hjá
Stravinski, sé fullkominn fjandskapur í garð fólks-
ins; þetta er að gera sér leik að því, að svívirða fólk-
ið, áður en maður byrjar að leika listir sínar — fyr-
ir þá útvöldu.
Og livernig launuðu svo liinir útvöldu snillingi sínum
fyrir að hafa svívirt fólkið á prenti, daginn sem hann
ætlaði að leika? Hinir útvöldu launa aldrei vel, — jafn-
vel þótt til séu dæmi um hið gagnstæða af einstöku
110