Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 118
Sólin kom upp yfir skóginum. Hrímið var Iöngu
bráðnað. Himinhvolfið bar tæran, ískaldan bláma. Lim-
ar trjánna hneigðu sig út yfir veginn í sínu vota, glitr-
andi skrauti. Það var að renna heitur dagur, allt ann-
að en haustlegur.
Levinson leit snöggvast annars hugar yfir alla þessa
glitrandi, lireinu og björtu fegurð, án þess að verða
snortinn. Hann sá liðssveit sína, þrautpínda og skarð-
aða að tveim þriðju hlutum, þar sem hún hélt leiðar
sinnar, dauf í hragði, og hann fann, að hann var sjálf-
ur úrvinda af þreytu og alls ekki megnugur þess að
gera nokkuð fjrrir þessa menn, sem drógust vonlausir
á eftir honum. Þeir voru hið eina, sem honum stóð
ekki á sama um, liið eina, sem honum var nákomið,
þessir tryggu, þjökuðu menn. Þeir stóðu honum nær
en nokkuð annað, jafnvel hann sjálfur, því að honum
fannst alltaf, að hann stæði í einhverri skuld við þá, —
en honum virtist, að hann gæti ekki orðið þeim að
neinu liði framar. Hann var ekki lengur foringi þeirra.
Þeir vissu það hara ekki ennþá og fylgdu hlýðnir á
eftir honum, eins og hjörð, sem liefir hænzt að hirði
sínum. Og þetta var það einmitt, sem hann mest hafði
óttazt morguninn áður, þegar hann var að liugsa um
dauða Metelitsa.
Hann reyndi að ná valdi yfir sér aftur, stöðva sig
við eitthvað, sem nauðsynlega þyrfti að gera, en hugs-
anir lians viltust og rugluðust, augun lokuðust og ann-
arlegar myndir, brot úr endurminningum, óljósar, þoku-
kenndar og ósamkvæmar skynjanir umhverfisins, þyrl-
uðust um í vitund hans með óendanlegri fjölhreytni,
eins og hljóðlaus, skapnaðarlaus grúi .... Hvers vegna
er þessi langi, endalausi vegur, þetta vota lauf og þessi
himinn allt svo óþarft í svipinn? .... Hver er skylda
mín á þessari stundu? .... Já, ég á að komast í Tudo
Vaki-dalinn ... Tu ... do ... Va ... ki ...
Hvað það er einkennilegt — Tu. .. do. .. Va. .. ki. ..
118