Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 119
Ég er svo þreyttur, svo syfjaður! Hvers geta þessir menn
krafizt af mér framar, þar sem ég er svona syfjaður?
.... Hann segir — njósnarar .... — Já, já, líka njósn-
arar .... Hann hefir svo hnöttótt, þóknanlegt höfuð,
eins og sonur minn, auðvitað verður að senda njósn-
ara og síðan sofa .... sofa .... og það er heldur alls
ekki eins og á syni minum, hvernig .... hvað þá?
— Hvað varstu að segja? spurði hann skyndilega
og lyfti höfðinu.
-— Ég segi, að það þurfi að senda njósnara á undan.
— Já, já, það þarf að senda njósnara, viltu gera það?
Andartaki síðar fór reiðliði fram fyrir Levinson á
þreytulegu brokki. Levinson fylgdi hinu bogna baki hans
með augunum og þekkti, að þetta var Metsjik. Honum
fannst það mundi ekki vera alveg i réttu lagi, að senda
Metsjik i njósnarferð, en hann gat ekki haft sig i að
grípa fram í þetta slcipulagsleysi. Svo reið aftur ein-
hver fram hjá.
— Moroska, hrópaði Baklanoff eftir reiðliðanum. —
Þið ættuð þö að gefa hvor öðrum auga ....
— Er hann þá lifandi? liugsaði Levinson. — Duboff
er fallinn. . .. Vesalings Duboff . .. En hvað kom fyr-
ir Moroska? .. . Æ, já, það var i gærkvöldi. Gott, að
ég skyldi ekki sjá hann.
Metsjik var kominn all-langt á undan og leit aftur:
Moroska reið um liundrað metra á eftir honum, lið-
sveitin var lika ennþá i augsýn. Svo hurfu hæði Mor-
oska og liðsveitin, þar sem bugða kom á veginn. Nivka
vildi ekki hlaupa og Metsjik hvatti liann annars hug-
ar: Hann skildi ekki, hvers vegna liann var sendur á
undan, en hann hafði fengið skipun um að ríða greitt
og hann hlýddi. Vegurinn lá i bugðum með fram dögg-
votum hæðunum, sem voru þéttvaxnar eikum og mös-
urtrjám og báru ennþá rautt haustlaufið. Nivka var
skreppingsleg og þrýsti sér upp að runnunum. Upp á
móti gekk liún fót fyrir fót. Metsjik var fallinn í mók
119