Rauðir pennar - 07.12.1935, Qupperneq 121
um það eitt, hvenær hið fyrirheitna land mundi ljúk-
ast upp fyrir sér, þar sem hann gæti lagt höfuð sitt
til hvíldar. Þetta fyrirheitna land liugsaði liann sér sem
stórt, friðsælt og sólrikt þorp, með jórtrandi kúm og
vingjarnlegu fólki. Hann sá fyrir sér í huganum, livern-
ig liann batt hestinn, saddi hungur sitt á mjólk og ilm-
andi rúgbrauði, klifraði síðan upji á heyloftið, vafði
að sér lilýrri kápunni og sofnaði fast, fast ....
Og þegar gullbryddar kósakkaliúfurnar komu í ljós
fram undan lionum, og þegar Júdas hrökk aftur á bak
og bar hann inn í kjarrið, sem glitraði eins og blóðrautt
sindur fyrir augum lians — þá rann þessi hjarta mynd
af stóru, sólríku þorpi saman við skyndilegt hugboð
um, að hér liefði á þessari stundu verið framin á hon-
um óheyrð, svivirðileg svik ....
— Hann hefir svikizt burtu, óþokkinn, sagði Moros-
ka og sá allt í einu hin ógeðfeldu, hreinu augu Metsjiks
ljóslifandi fyrir sér. Og samtímis fann hann til sorg-
blandinnar meðaumkvunar með sjálfum sér og mönn-
unum, sem voru á eftir honum.
Honum fannst ekkert til um, að liann ætti að deyja
innan stundar, það er að segja að hætta að finna til,
þjást og hrærast — hann gat meira að segja ekki liugs-
að sér svo óvenjulegt ástand, þar sem hann ennþá var
á lífi, þjáðist og hreyfði sig, — þó var honum það ljóst,
að hann mundi aldrei fá að sjá hið sólríka þorp, aldrei
framar hina kæru, hjartfólgnu félaga, sem voru á eftir
honum. En hann fann eins greinilega til þessara þreyttu,
grunlausu manna, sem settu allt traust sitt á hann, eins
og þeir væru hluti af honum sjálfum, og það komst
ekki að í huga hans nokkur annar möguleiki en sá,
að gera þeim aðvart um liættuna. Hann dró skamm-
byssuna, lyfti henni hátt yfir höfuð sér, svo smellirnir
heyrðust betur, og skaut þremur skotum, eins og um
liafði verið talað ....
I sömu svifum leiftraði og stundi eitthvað, heimur-
121