Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 122
inn hrundi saman og Moroska féll ásamt hesti sínum
í runnann ....
Þegar Levinson lieyrði skotin, komu þau honum svo
á óvænt, voru svo ósamrýmanleg því ástandi, sem hann
var í, að hann áttaði sig álls ekki á þeim. Hann skildi
þá fyrst þýðingu þeirra, þegar hvellirnir af hanaskot-
um Moroska kváðu við og hestarnir námu staðar líkt
og negldir við jörðina, með reist höfuð og spennt
eyru.
Hann leit ráðþrota í kring um sig, varð það fyrst
fyrir, að leita lijálpar annarsstaðar frá, en í þessari
einu, hræðilegu, þöglu ásjónu, sem andlit sjálfboðalið-
anna runnu saman í fyrir augum hans, bliknuð og tærð,
las liann sama vanmáttinn og óttann ....
„Nú er það komið, þetla, sem eg óttaðist,“ hugsaði
liann og fálmaði með hendinni, eins og hann leitaði
eftir einliverju til að halda sér í og fyndi það ekki ....
Þá sá hann allt í einu skýrt fyrir sér hið fábrotna
andlit Baklanoffs, unglingslegt, dálítið einfeldnislegt,
óhreint af reyk og torkennilegt af þreytu. Baklanoff
hélt á skammbyssunni í annari hendi, en með hinni
hélt liann sér fast að herðakambi hestsins, svo að lág-
vaxinn, unglingslegur líkaminn sökk niður í liold lians
— hann horfði rannsakandi í áttina, þaðan sem skotin
liöfðu komið. Einfalt, kinnbeinastórt andlitið var dá-
lítið álútt, viðhúið að taka á móti skipun og brann
af þeim fölslcvalausa, ósigrandi eldi, sem beztu menn
liðsveitarinnar liöfðu látið lífið fyrir.
Levinson hrökk saman, rétti úr sér, mjúksárir tónar
fylltu sál hans .... Allt í einu dró hann sverðið úr
slíðrum og laut áfram eins og Baklanoff, með glamp-
andi augum.
Brjótast i gegn, livað? spurði hann Baklanoff hásum
rómi og sveiflaði sverðinu skyndilega yfir höfði sér,
svo að glampaði af því í sólskininu.
Við þessa sýn tók líka hver einasti sjálfboðaliði við-
122